petropavl1.jpg

SIGLING MOSKVA-PÉTURSBORG /

eða öfugt, frá maí út september 

Velkomin á heimasíðu okkar hjá Bjarmalandi

 

Hafir þú áhuga á að kynnast nýjum þjóðum og löndum, þá eigum við sameiginlegt áhugamál. Við leggjum áherslu á svæði sem við þekkjum vel og erum sérfræðingar í eftir áralanga vinnu. 

Sjá úrval ferða, þar sem við kynnumst sögu framandi þjóða og menningarheima. Metnaður okkar er góðar ferðir með vandaðri dagskrá - ekki bara "flug og hótel".

FERÐIR

EVRÓPA
Rússland
Hvíta-Rússland
Moldavía
Lettland
Lithaugaland
Eistland
Georgia
Armenia
Azerbædsjan
Rúmenía
Prag
Búdapest
Albanía
Slóvenía
ASÍA
Úsbekistan
Túrkmenistan
Kirgisistan
Indland
Víetnam
Kambódía
FERÐIR AÐ VETRI
Aðventa við Eystrasalt
 
Framhald jóla í Moskvu
 
Indland í febrúar
VORVERÐIR
 
Silkileiðin mikla
Sigurdagurinn í Moskvu
Æventýraljómi 
Transilvaníu
Sigling Moskva-Pétursborg
SUMARFERÐIR
Sigling keiseraleiðin
Sigling um Síberíu
Trans Síberíulestin
HAUSTFERÐIR
Georgia og Azerbædsjan
Hin mikla móða Volga
Hið óþekkta
Indókína
Sigling Moskva-Pétursborg
345285-admin.jpg

AÐVENTA VIРEYSTRASALT

Ríga - „perla Eystrasaltsins“, hefur upp á ótrúlega margt að bjóða í innkaupum og skemmtun. Aðventuferð, sex dagar í desember; mikið fjör og margt skoðað og gert. Jólagjafarinnkaup á jólamörkuðum, þar sem hin rétta stemmningin byrjar; ylmur jólaglöggs og baksturs svífur yfir vötnum. Áður var hér riddaraveldi krossfara og er borgin ein fyrrum Hansaborga, þar sem þýskir kaupmenn réðu ríkjum við Eystrasalt, talsverð rússnesk áhrif. Farið verður í sveitaferð, stórveisla, næturlíf. Verðlag er mjög hagstætt til innkaupa og skemmtana. Beint flug frá Keflavík.

SIGLING UM SÍBERÍU

Lystisigling á 5* lúxussnekkjunni Maxím Gorký um stórfljótið Énisey í Síberíu, mikið ævintýri og glæsileg dagskrá; m.a. er einangrun frumbyggja kynnst og gullgreftri þar sem hægt er að halda á kílói af gulli eða platínumi. Farið er yfir heimskautsbaug á 66° N og minjar um fangelsi skoðuð, þar sem margir bestu synir landsins bjuggu um tíma, bæði undir keirsara- og sovétvaldi.

NÝJAR FERÐIR

UM OKKUR

Við gerum það sem við þekkjum vel og elskum að gera! Að sýna fólki ókunn lönd og menningarheima.

Leiðsögn og ferðaþjónustu hófum við fyrir rúmum 30 árum en eigin rekstur undir merkjum Bjarmalands ferðaskrifstofu er frá aldamótum, þegar 21. öldin gekk í garð.

VINSÆLAR FERÐIR

SIGLING KEISARALEIÐIN

Moskva-Pétursborg 03.-14. ágúst 2021. Hópferð í skemmtisiglingu með íslenskri fararstjórn / leiðsögn. Sigling er einstaklega þægilegur ferðamáti, þar sem búið er á fljótandi hóteli sem fer á milli staða og menn geta tekið því rólega. Farið er vatnaleiðina á milli stærstu borga Rússlands – Moskvu og Pétursborgar og komið við á fimm merkum stöðum á milli, þar sem við kynnumst merkri sögu og menningu stærsta lands veraldar. Í skipinu er öll aðstaða til skemmtunar og félagslíf með blóma.

SIGLING

Moskva-Pétursborg / eða öfugt

Loks er hægt að fara í frábærar siglingar í Rússlandi !

 

Einstaklingsferðir með enskri fararstjórn . Vatnaleiðin á milli Moskvu og Pétursborgar er mikið notuð til vöru- og mannflutninga; árnar og skurðir eru gaddfrosin á veturna en allt sumarið er mikið siglt, frá maí og út septembermánuð. Í þessum frábæru siglingum er dagskrá sú sama í öllum ferðum, hægt er að velja um í hvora áttina er siglt, í norður- eða suðurátt, Moskva-Pétursborg eða Pétursborg-Moskva; veljið dags. sem eru í boði.

UMSAGNIR

Þetta var meiriháttar ferð til Rúmeníu, allt sem lofað var stóðst og meira til; mjög gaman að kynnast þessu svæði, þar sem margir menningarheimar mætast. Getum fyllilega mælt með ferðum Bjarmalands og munum fara aftur með þeim. Verðið er mjög hagstætt ” 

Stefán G. og Anna S., Reykjavík

SÉRFERÐIR

Sérferðir fyrir lokaða hópa, samtök og einkaferðir.

Við skipuleggjum ferðir fyrir útskriftarhópa (nýstúdenta og eldri útskriftir), vinnustaðaferðir og aðra hópa. Allt frá „langri helgi“ í borg til tveggja vikna útskriftarferð á sólarstrendur SA-Asíu; borgir sem við höfum góða reynslu af: Dublin, Prag, Búdapest, Moskva, Pétursborg, Ríga.

Verið í sambandi og við ræðum málin, finnum út hvað ykkur hentar og gerum tilboð í hina réttu ferð fyrir hópinn þinn. Möguleikar á óvissuferð, leikjum, útilífi, íþróttum, nú eða leikhúsi, tónleikum og menningu.