Forsiða / Ferðir / Aðventa við Eystrasalt

Ríga - aðventa við Eystrasalt
3. - 6. desember 2021
4 dagar
139 700 kr.

LV13

Frábær aðventuferð til Eystrasaltsins í byrjun desember þar sem margt skemmtilegt verður gert og skoðað. Ilmur jólaglöggs svífur yfir vötnum, í verslunum og á jólamörkuðum er hægt að gera góð kaup og ganga frá jólagjafakaupum þetta árið. Ríga, höfuðborg Lettlans er borg sem kemur mjög skemmtilega á óvart en hún á sér forna sögu, allt frá því að vera virki riddara á miðöldum og ein Hansaborga þýskra kaupmanna til þess að vera höfuðborg sjálfstæðs Lettlands. Hér hafa Svíar, Þjóðverjar og Rússar ráðið ríkjum, m.a á tímum rússneska keisaradæmisins. Að mestu eru Lettar kaþólskir og jólaundirbúningur og aðventa þegar komin í gang. Íslendingar eru mjög vinsælir í Eystrasaltslöndunum, frá sjálfstæðisbaráttu þeirra 1991, þegar þau öðluðust frelsi frá Sovétríkjunum.

1/8

Dagur 1

Beint flug til Ríga, KEF - RIX, mæting í Leifsstöð helst 3 klst. fyrir brottför (amk. 2 klst.!). Sýna vegabréf og flugmiða við innritunarborð og fá brottfararspjöld, nánari leiðbeinigar verða sendar. Fararstjóri tekur á móti hópnum á flugvellinum í Ríga með spjald merk BJARMALAND og rútuferð á hótel í miðborginni, innskráning og menn fá lykla að herbergjum; frjálst kvöld. Staðartími í Lettlandi á veturna er UTC+02 (ísl.tími +2 klst).

 

Dagur 2

Morgunverðarhlaðborð á veitingastað hótels. Skoðunaferð um Ríga, við röltum um múrsteinslögð stræti og finnum sjarma Gamla bæjar, skoðum Péturs- og Jakobskirkjur og Sænska hliðið og dómkirkjauna. Ekki má gleyma kastalanum og Iðnaðarmannahúsinu („Iðnó“), þinghúsið en þing Lettlands heitir „Seim“. Um kvöldið sameiginlegur kvöldverður, veisla og skemmtan.     

 

Dagur 3

Morgunverður hóteli og haldið áfram að skoða borgina. Orþodoxkirkja Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar er mjög glæsileg og gaman er að skoða gamla markaðinn sem lítið hefur breyst í áranna rás, þar á meðal fiskmarkaðurinn. Púðurturninn var mjög mikilvægur í fornöld í varnarlegu tilliti en margir ásæltust þessa ríku verslunarborg. Hús Svarthöfðanna er merk bygging sem ber vitni stéttarfélags, krossfara og síðar leynifélaga. Í Rozena öngstræti er hægt að teygja hendur yfir götuna og snerta húsin sitt hvoru megin. „Art Nouveau“ hverfið er á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstakra bygginga þar sem symbolismi ræður ríkjum.  Við höfum nægan tíma á fjölmörgum jólamörkuðum, þar sem heimamenn, jafnt sem ferðamenn gera góð kaup; tilvalið að koma við á kaffihúsi, krá eða fjölmörgum öldurhúsum.

 

Dagur 4

Ferðalok. Morgunverður hóteli og farangri pakkað, þar sem brottför er frá hóteli um hádegi og flogið áleiðis til Keflavíkur á Íslandi. 

 

 

Evran er gjaldmiðill Lettlands 

Íslenskir farsímar virka í landinu og er þjónustan ódýr.

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 139 700 kr
Einbýli: 157 400 kr

Innifalið í verði:

  • Flug og flugvallarskattar

  • Gisting á 4* hóteli, hefðbundin tveggja- eða einsmanns herbergi með baði

  • Morgunverðarhlaðborð daglega, matsal hótels

  • Rútuferðir flugvöllur – hótel – flugvöllur, upphafs- og lokadag

  • Fólksflutningar í samræmi við dagskrá

  • Íslensk fararstjórn og leiðsögn, í samræmi við dagskrá.  

Ekki innifalið í verði:

  • Þjónusta ótalin að ofan

  • Aukakostnaður hótelum, s.s. mínibar, símtöl, þjórfé, þvottaþjónusta.


Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef upp koma þannig aðstæður.