Forsiða / Ferðir / Aðventa við Eystrasalt

Aðventa við Eystrasalt
2. - 7. desember 2021
6 dagar
179 900 kr.

LV13

Frábær aðventuferð til Eystrasaltsins í byrjun desember 2020 þar sem margt skemmtilegt verður gert og skoðað. Ilmur jólaglöggs svífur yfir vötnum, í verslunum og á jólamörkuðum er hægt að gera góð kaup og ganga frá jólagjafakaupum þetta árið. Ríga, höfuðborg Lettlans er borg sem kemur mjög skemmtilega á óvart en hún á sér forna sögu, allt frá því að vera virki riddara á miðöldum og ein Hansaborga þýskra kaupmanna til þess að vera höfuðborg sjálfstæðs Lettlands. Hér hafa Svíar, Þjóðverjar og Rússar ráðið ríkjum en Lettland var hluti rússneska keisaradæmisins. Að mestu eru Lettar kaþólskir og jólaundirbúningur og aðventa þegar komin í gang. Íslendingar eru mjög vinsælir í Eystrasaltslöndunum, frá sjálfstæðisbaráttu þeirra 1991, þegar þau öðluðust frelsi frá Sovétríkjunum.

1/8

Dagur 1

Beint flug til Ríga, KEF - RIX, mæting í Leifsstöð helst 3 klst. fyrir brottför (amk. 2 klst.!). Sýna vegabréf og flugmiða við innritunarborð og fá brottfararspjöld, nánari leiðbeinigar verða sendar. Fararstjóri tekur á móti hópnum á flugvellinum í Ríga með spjald merk BJARMALAND og rútuferð á hótel í miðborginni, innskráning og menn fá lykla að herbergjum; frjálst kvöld. Staðartími í Lettlandi á veturna er UTC+02 (ísl.tími +2 klst).

 

Dagur 2

Morgunverðarhlaðborð á veitingastað hótels. Skoðunaferð um Ríga, við röltum um múrsteinslögð stræti og finnum sjarma Gamla bæjar, skoðum Péturs- og Jakobskirkjur og Sænska hliðið og dómkirkjauna. Ekki má gleyma kastalanum og Iðnaðarmannahúsinu („Iðnó“), þinghúsið en þing Lettlands heitir „Seim“. Um kvöldið sameiginlegur kvöldverður, veisla og skemmtan.     

 

Dagur 3

Morgunverður hóteli og haldið áfram að skoða borgina. Orþodoxkirkja Rússnesku Rétttrúnaðarkirkjunnar er mjög glæsileg og gaman er að skoða gamla markaðinn sem lítið hefur breyst í áranna rás, þar á meðal fiskmarkaðurinn. Púðurturninn var mjög mikilvægur í fornöld í varnarlegu tilliti en margir ásæltust þessa ríku verslunarborg. Hús Svarthöfðanna er merk bygging sem ber vitni stéttarfélags, krossfara og síðar leynifélaga. Í Rozena öngstræti er hægt að teygja hendur yfir götuna og snerta húsin sitt hvoru megin. „Art Nouveau“ hverfið er á heimsminjaskrá UNESCO vegna einstakra bygginga þar sem symbolismi ræður ríkjum.  Við höfum nægan tíma á fjölmörgum jólamörkuðum, þar sem heimamenn, jafnt sem ferðamenn gera góð kaup; tilvalið að koma við á kaffihúsi, krá eða fjölmörgum öldurhúsum.

 

Dagur 4

Morgunverður hóteli og rútuskoðunarferð út í sveit. Sigulda er einn fegursti bær Lettlands og skoðum við kastalann þar sem ber vitni fornri frægð riddara Livoníu reglunnar. Gutman hellir er við Gauja ánna og eru það fallegar náttúruvættir þar sem trúariðkanir voru stundaðar til forna. Turaida kastali og kirkjan voru byggð á 13. öld. Síðdegis, að lokinni sveitaferðinni er haldið heim á hótel og frjáls tími.  Á hótelinu er líkamræktarstöð og gufubað, finnsk sána og rússnesk banja. Vilji menn fara í leikhús, óperuna, ballet eða á tónleika er rétt að láta vita í tíma, mikil aðsókn er hjá heimamönnum og ferðafólki.

 

Dagur 5

Morgunverður hóteli. Um að gera að rölta um þessa einstöku borg og gera seinustu innkaupin en auk lítilla verslanna í gamla bænum eru stórmarkaðir til staðar. Hægt er að fara í frekari skoðunarferðir, t.d. til sumarleyfisbæjarins Júrmala eða hinnar glæsilegu hallar í Rundale sem byggð er í barrokkstíl af ítalska arkitektinum Bartolomeó Rastrelli sem teiknaði líka byggingarnar Hermitage og Péturshof í nágrannalandinu Rússlandi, möguleiki á siglingu á Dágava fljóti sem rennur í gegnum borgina.

 

Dagur 6

Morgunverður hóteli  og lokadagur í Lettlandi, að þessu sinni, pakkað saman og haldið heim á leið með einstakar minningar og góða minjagripi. Rútuferð frá hóteli og flug til Keflavíkur, Íslandi. 

 

 

Evran er gjaldmiðill Lettlands 

Íslenskir farsímar virka í landinu og er þjónustan ódýr.

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 179 900 kr
Einbýli: 210 000 kr

Innifalið í verði:

  • Flug og flugvallarskattar

  • Gisting á 4* hóteli í 5 nætur, hefðbundin tveggja- eða einsmanns herbergi með baði

  • Morgunverðarhlaðborð daglega, matsal hótels 07:00 – 10:00

  • Rútuferðir flugvöllur – hótel – flugvöllur, upphafs- og lokadag

  • Fólksflutningar í samræmi við dagskrá

  • Íslensk fararstjórn og leiðsögn, í samræmi við dagskrá.  

Ekki innifalið í verði:

  • Þjónusta ótalin að ofan

  • Aukakostnaður hótelum, s.s. mínibar, símtöl, þjórfé, þvottaþjónusta.


Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef henta þykir.