Forsiða / Ferðir / Ævintýraljómi Transilvaníu

Ævintýraljómi Transilvaníu

í fótspor Drakúla greifa í Karpatafjöllum 

Síðustu forvöð að skrá sig í þessa ferð!  

RO11

23. - 30. maí
8 dagar
209 700 kr.
Um Rúmenía

Þekktasti sonur Rúmeníu er án efa sjálfur Drakúla greifi, í hinum hrikalegu Karpatafjöllum, en í þessari ferð kynnumst við nánar sögu hans og þessu merka landi, þar sem hin skemmtilega balkanska menning er við líði. Verðið er einstaklega hagstætt fyrir allt sem innifalið er og margt merkilegt verður skoðað í Karpatafjöllum, þar sem mikil náttúrufegurð lætur engan ósnortin. 

Brashov1
holiday_1_ruminija
Buharest
most-lzhecov-v-sibiu
4016
Sighisoara3
Buharest3
Romania_Bertan1
Население-Румынии
romania3

Dagur 1: Að heiman - Búkarest - Predeal

Flogið til Búkarest höfuðborgar Rúmeníu, þar er staðartími á sumrin ísl. tími + 3 klst. (UTC + 3). Á fugvellinum við Búkarest tekur rúmenskur leiðsögumaður á móti hópnm og farið er til Predeal. Um kvöldið snæddur hátíðarmálsverður með vínsmökkun í veitingahúsinu “Cabana Trei Brazi”. Hotel Piemonte 4*

Dagur 2: Predeal – Bran – Brasov – Predeal

Eftir morgunverð er ekið til Bran kastala í ævintýralegu umhverfi. Þar var aðsetur Maríu drottningar Rúmena á millistríðsárunum, en nú er þar safn. Síðan er haldið til borgarinnar Brasov og miðbærinn skoðaður: Svarta kirkjan, borgarmúrar frá miðöldum og íveruhús og byggingar í miðaldastíl.  Hotel Piemonte 4*

Dagur 3: Predeal – Agnita – Bazna

Árdegis er haldið til vesturs þar til kemur að Fagaras kastala sem Drakúla greifi hertók á 15. öld. Þaðan er ekið í gegnum Agnita til Medias og víggirt kirkja skoðuð. Helsta kennileiti borgarinnar er Trompet­turninn, þar sem Ungverjakonungur vistaði rúmenska prinsinn Vlad Tepes í dýflissu. Casa Bazna 3*

Dagur 4: Bazna – Sighisoara – Bazna

Í dag kynnum við okkur menningu og sögu Transilvaníu-saxa. Eftir morgunverð ökum við til Biertan, þar sem við skoðum stærstu víggirtu kirkjuna. Þá er haldið til Sighisoara, fegursta og best varðveitta kastalavirkis í Austur-Evrópu. Hér má líta augum Kirkjuna á hólnum, húsið þar sem Drakúla greifi fæddist, og Kirkju sællar Maríu. Síðdegis er ekið í hestvögnum frá Bazna til víggirtu kirkjunnar Boian. Casa Bazna 3*

Dagur 5: Bazna – Sibiu

Árdegis er farin skoðunarferð um gamla bæinn í Sibiu, sem er í raun fornminjasafn undir beru lofti. Nefna má byggingarnar við Stóratorg og Litlatorg, Bruckenthal höllina og Lygarabrúna sem dæmi um fjölskrúðuga safngripi Sibiu. Í Evangelísku kirkjunni má sjá bautastein sonar Drakúlu, er nefndur var Mihnea illi. Um kvöldið skoðum við safn málaðra glerhelgimynda frá Sibiel, og loks er boðið til hátíðar­kvöldverðar hjá Siebelbændum. Hotel Class 3*

Dagur 5: Bazna – Sibiu

Við skoðum miðbæinn í Sibiu, Stóra- og Litatorg, Bruckenthal höll og Lygarabrú en þetta eru einungis nokkrar minjar sem gera Sibiu að ævintýrabæ og safni undir berum himni. Í kirkjunni er grafsteinn sonar Drakúla, Mihnea hins illa. Um kvöldið er heimsókn í gleríkonasafnið í Sibiel (íkon – kristileg helgimynd) og síðan hátíðarkvöldverður hjá bændunum þarna upp í Karpatafjöllum.  Hótel Class 3*. 

Dagur 6: Sibiu – Poienari – Búkarest

Í dag ökum við um Walachia dalinn mikla sem áin Olt hefur markað í fjallgarðinn, þar til við komum að Cozia klaustrinu. Skoðum klaustrið sem var byggt á 14. öld, einar merkustu menjar um miðaldalist og húsagerð í Rúmeníu. Síðan virðum við fyrir okkur rústir Poenari kastala, sem Drakúla prins átti. Komið til Búkarest síðdegis. Boðið til hátíðarkvöldverðar með þjóðlegri skemmtun í veitinga­húsinu Pescarus. Hotel Ramada Parc 4*

 

Dagur 7: Búkarest

Eftir morgunverð ekið til Snagov þar sem gamalt klaustur er að finna, og farið í bátsferð á stöðuvatni. Hér í Snagov klaustri er gröf Drakúlu prins til sýnis, svo og klausturrústirnar. Hotel Ramada Parc 4*

Dagur 8: Búkarest – heim

Árdegis er frjáls tími í Búkarest, síðan er ekið út á flugvöll, leiðsögumaður kvaddur og flogið til Amsterdam og síðan áfram til Íslands. Lending í KEF um kvöld að okkar tíma. 

VERÐ Á FERÐALANG:

Sértilboð!

Tvíbýli: 209 700 kr
Einbýli: 239 900 kr

(Sólarhringurinn á um 20 þús. kr. og allt innifalið) 

Innifalið í verði:

 • Flug og flugvallarskattar

 • Sjö nætur í 3* og 4* hótelum með morgunmat daglega. Hálft fæði (HB - Half Board) hádegis- eða kvöldverður daglega

 • Íslensk fararstjórn

 • Eskumælandi leiðsögumaður

 • Þrír hátíðarmálsverðir aukalega

 • Þjóðleg skemmtun 

 • Ökutúr í hestvögnum 

 • Bátsferð 

 • Farangursumstang á hótelum 

 • Aðgangseyrir á söfn/sýningar samkvæmt ferðalýsingu.

Ekki innifalið í verði:

 • Allur aukakostnaður á hótelum, áfengir drykkir, mínibar oþh. 

 • Þjófé til leiðsögumanna, bílstjóra.


Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef henta þykir.