Forsiða / Ferðir / Hið ópekkta Indókína

Hið ópekkta Indókína

Hanoi - Halong flói - Ho Chi Minh borg (Saigon) - Cu Chi - strönd Phan Thiet - Siem Reap - Bantey Srei - Angkor Wat (undur veraldar)

24. okt - 08. nóv
16 dagar
598 000 kr.
Um löndin
VN02

Hið merka land Viet Nam hefur að bjóða ótrúlegt úrval landslags og lita - suðrænna skóga og hrísgrjónaakra, fjalstinda og þúsunda kílómetra stranda með hvítum sandi. Firðir og flóar, eyjur og að sjálfsögðu sjórinn, þaðan sem sjávarfangið kemur á borð landsmanna og gesta þessarar merku þjóðar. Hér samræmast taktur stórborganna og austræn yfirvegun sveitaþorpa, sjávarniðurinn og litprýði fornra aldingarða. Þjóð Víet Nams á sér að baki mikla sögu, stríð og blóðuga baráttu sem hafa skilið eftir hræðilegar minningar og djúp sár sem ekki eru gróin enn. Þjóðin hefur hins vegar haldið í mikla menningararfleið öldum saman og má þar nefna byggingarlist Hanoi og Ho Chi Min-borga (Saigon). Saga landsins endurspeglast í áhrifum nýlendutímans og aðdráttarafli hinar friðelskandi búddamenningar - eiginleika austrænnar speki og visku.

ve-dep-cuon-hut-cua-nu-sinh-9x-trong-dam
пляж-Муине-1024x698
Хойан2
cambodia-picture_010418207_134
2678523
vietnam1
banteay-srei-angkor
Рынок Ханой
Ho Chi Min
518f046b6feef25646

Dagur 1: Flug frá Leifsstöð áleiðis til Víetnams   

                                           

Dagur 2: Komið til Hanoi (D)

Við komuna til Hanoi, menningarmiðstöðvar og höfuðborgar Víetnams, tekur fulltrúi víetnömsku ferðaskrif­stofunnar á móti okkur, og verður okkur til fulltingis allt til heimferðar. 

Farið verður á hótel. Síðdegis skoðum við Þjóðfræðasafnið, þar sem 54 kynþáttum Vietnams eru gerð skil. Þá förum við í hjólaferð um Gamlabæinn, og loks á móttökukvöld­verður í veitingahúsinu Le Tonkin. Gist í Hanoi.

Gisting: Hanoi
Máltíð: Kvöldverður 

Dagur 3: Borgarferð um Hanoi (B/-/D)

Farið verður í heils dags skoðunarferð um Hanoi - höfuðborg Víetnams í næstum 1000 ár. Gefur að líta fögur breiðstræti jöðruð trjám, byggingar í frönskum nýlendustíl, friðsæl stöðuvötn og austurlensk hof. 

Árdegis sjáum Ho Chi Minh grafhýsið (að utan) hér liggur smurlingur stofnanda kommúnistaflokks Víet­nams varðveittur. Rétt hjá er Ho Chi Minh safnið, og stultuhús Ho Chi Minhs, þar sem hann bjó frá 1958 til dauðadags 1969. Smágerð Einsúlu­pagóðan stendur í grenndinni; hún var fyrst reist 1049, Frakkar eyðilögðu hana 1954 en síðar var hún endur­reist. Bók­mennta­hofið var reist 1070 og helgað Khong Tu (Konfúsíusi) og fræði­mönnum og skáldum. Árið 1076 var Quốc Tử Giám (þjóðar­háskólinn) stofnsettur í hofinu, fyrsti háskóli í Víetnam; þar þurftu menn að nema til að eiga kost á æðri embættum. Þá er haldið að undurfögru Vesturvatninu, og Tran Quoc búddapagóðan skoðuð.

Síðdegis förum við í hjóla- eða kerruferð um Gamlabæinn, eldforn öngstræti þar sem götusalar pranga og prútta eins og þeir hafa tíðkað frá örófi alda. Þá er haldið á miðbæjarmarkaðinn, þar sem fá má allskonar djásn og dýrgripi auk skransins. Þá kynnum við okkur Bia Hoi krárnar sem njóta mikilla vinsælda. Að lokum sjáum við einstæða vatnsbrúðusýningu, og snæðum siðan kvöld­verð í veitingahúsi í bænum.

Gisting: Hanoi
Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður

Dagur 4: Hanoi – Sigling um Halongflóa, gist um borð (B/L/D) 

Eftir morgunverð er ekið í þrjá og hálfan tíma um blómleg landbúnaðarhéruð óshólma Rauðár til Halong­flóa, sem er á heims­minjaskrá UNESCO. Þegar komið er til Halong um hádegi er farið um borð í júnku, slík viðarskip hafa tíðkast á þessum slóðum frá fornu fari; í júnkunni er að finna öll nútíma þægindi. Síðan er siglt milli kalksteinsdranga á smaragðsgrænum Halongflóa. Á þilfari verður reiddur fram dýrindis sjávar­rétta­máls­verður. Eftir sólsetur er akkerum varpað fyrir nóttina við afskekkta eyju. Að loknum unaði kvöldins tekur við friðsæl nótt í einka­káetu.

Gisting: Um borð í júnku
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður, kvöldverður

Dagur 5: Halongflóasigling –Hanoi – flug til Ho Chi Minh borgar  (B/L/-) 

Njótum sólarupprásar við dögurðarborð. Á efra þilfari má slaka á og virða fyrir sér undurfagurt útsýnið. Að lokinni siglingu er ekið á flugvöll og flogið til Ho Chi Minh borgar. Eftir komu þangað er haldið á hótel til þriggja nátta dvalar.

Gisting: Ho Chi Minh
Máltíðir: Dögurður (brunch)

Dagur 6: Hanoi - Cu Chi jarðgöng (B/L/-) 

Ho Chi Minh borg er líka þekkt sem Saigon, hún iðar af lífi og er helsta viðskiptmiðstöð landsins.

Eftir morgunverð er ekið 70 km í norðvestur til Cu Chi að skoða Cu Chi jarð­göngin. Jarðgöngin sjálf eru meira en 200 km löng, en út frá þeim kvíslast fjöldinn allur af smærri göngum sem liggja að felustöðum, skýlum eða tengjast við önnur göng. Í ganganetinu er aragrúi af gildrum, sérútbúnum íveruskútum, birgðageymslum, vopnasmiðjum, sjúkra­skýlum, stjórnstöðvum og eldunarskútum. Nú á dögum hópast ferða­menn í göngin og þeim gefst kostur á að gera sér í hugarlund lifnaðar­hætti neðan­jarðar í US - Víetnam stríðinu. Hádegisverður í veitingahúsi.

Síðdegis förum við í borgarferð um Saigon og skoðum m.a. Sameiningarhöllina, Vorfrúarkirkju og Gamla pósthúsið. Áhugamenn ættu ekki að láta magnað Stríðsminjasafnið fram hjá sér fara. Tilvalið er að skoða Thien Hau, eina helstu búddapagóðu borgarinnar, og versla á Binh Tay (Chinatown) eða Ben Thanh markaðnum, öðrum hvorum eða báðum, áður en ekið er til baka á hótelið.

Gisting: Ho Chi Minh borg
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður 

 

Dagur 7: Ho Chi Minh – Ben Tre – Ho Chi Minh (B/L/-) 

Í dag yfirgefum við borgarþysinn og könnum fagrar hrísekrur, vatnaleiðir og litskrúðuga markaði Mekong óshólm­anna. Eftir tveggja tíma akstur er komið til Ben Tre, og frá Hung vương bryggjunni siglum við á vélbáti út í umferðarysinn á ánni. Bátar eru á þönum og dorga eftir fiski eða flytja vörur á markað. Við komum við í múrsteinagerð að fyrri tíma hætti, siglum síðan til My Long þorps og fræðumst um hvernig hríspappír er búinn til og hrískökur bakaðar og snæddar. Siglt er eftir skurðum um kókos­hnetu­skóg, þar má sjá hvernig hneturnar eru nýttar. Komið er við á býflugnabúi, snæddir ávextir og sötrað hunangste undir söng og hljóðfæraslætti heimamanna. Þá fáum við heimagert sælgæti og kynnumst heimilisiðnaði í sveitinni. Málsverður er snæddur í veitingahúsi á árbakk­anum. Þá er siglt til baka til Hung vương og síðan ekið til Ho Chi Minh borgar á hótelið. 

Gisting: Ho Chi Minh
Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður

Dagur 8: Ho Chi Minh – Phan Thiet/Mui Ne (B/-/-) 

Nú verðum við á eigin vegum, enginn víetnamskur leiðsögumaður vakir yfir okkur. Rúta flytur okkur frá gistihúsinu í Ho Chi Minh borg til annálaðs orlofsstaðar Phan Thiet/Mui Ne. Eftir komu þangað búum við um okkur í hótelherbergi og gerum síðan það sem hugurinn girnist.

Gisting: Phan Thiet/Mui Ne

Máltíðir: Morgunverður

 

Dagur 9: Phan Thiet/Mui Ne (B/-/-)

Áfram njótum við lífsins í þessari orlofsparadís sem vaxið hefur upp úr tveimur fiskimannaþorpum.

Gisting:  

Phan Thiet/Mui Ne

Máltíðir: Morgunverður

Dagur 10: Phan Thiet/Mui Ne (B/-/-) 

Enn skoðum við náttúruna, sólum okkur á ströndinni eða spjöllum við heimamenn um lífsins gagn og nauðsynjar. 

Gisting: Phan Thiet/Mui Ne
Máltíðir: Morgunverður 

 

Dagur 11: Phan Thiet/Mui Ne - Ho Chi Minh – Siem Reap (B/-/D) 

Eftir morgunverð sækir rútan okkur á hótelið og skilar okkur á flugvöllinn við Ho Chi Minh borg, þar sem við tökum kvöldflug til Siem Reap í Kambódíu (KH).

[Ekki þarf leyfisbréf fyrir vegabréfsáritun til Kambódíu. Hins vegar þarf hver ferðalangur að reiða fram við innflytjendaborð tvær ljósmyndir (35 x 45 mm) og 30 USD í reiðufé á mann.]

Við komuútganginn í vinalegu flugstöðinni í Siem Reap fekur leiðsögumaður á móti okkur og fylgir okkur á hótel til þriggja nátta dvalar. Kvöldverður í veitingahúsi.

Gisting: Seam Reap

Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður

 

Dagur 12: Siem Reap–Angkor Thom–Taprohm–Angkor Wat (B/-/D) 

Eftir morgunverð förum við í kynnisferð um heimsminjaborg UNESCO. Fyrst verður fyrir suðurhliðið að Angkor Thom, sem er forn konungsbúgarður 10 km2 að flatarmáli, miðstöð Khmer-veldisins með öllum nauð­synlegum innviðum, umlukinn múrum með árum og verndarverum. Miðdepill Angkor Thom er Bayon hofið, fjölturna bygging með lágmyndum úr goðafræði hindúa. Þá er komið að Fílasvölunum, þar sem haldnar voru stórfenglegar konunglegar sýningar á fagurlega skreyttum palli. Við hliðina eru Svalir Lepers konungs, sömuleiðis listilega skreyttar.

Frá Angkor Thom er ekið um frumskóginn til Ta Prohm hoftóftanna. Ta Prohm musterið var reist fyrir níu öldum, en hvarf sjónum og var grafið upp á 19. öld. Það er einn helsti dýrgripur Angkor svæð­isins, ógnar­stórt, fagurt og tilkomu­mikið. Hofrústunum hefur ekki verið raskað síðan þær voru grafnar upp.

Síðdegis höldum við að Angkor Wat, sem er mesta meistaraverk og höfuðprýði must­er­anna við Angkor. Musteris­byggingin þekur 0,8 km2 og er talin stærsta trúarbygging í heimi og óbrot­gjarn minnisvarði um sígilda myndlist og húsagerðarsnilld khmeranna.

Áður en haldið er til baka til gistihúss njótum við sólarlagsins af Phnom Bakeng hæðinni.

Um kvöldið verður snætt í einu fínasta veitingahúsi borgarinnar, þar fer fram Apsara danssýning.

Gisting: Seam Reap
Máltíðir: Morgunverður, kvöldverður

Dagur 13: Siem Reap –  Rolous Group – Banteay Srei (B/L/-) 

Eftir morgunverð er ekið um blómlegar sveitir til Rolous Group, sem er forn höfuðstaður Khmera­veldis­ins frá 9. öld. Síðdegis er haldið til Banteay Srei musteris (einnig nefnt Kvennahofið) sem glóir eldrautt í einfaldleik sínum og er það fágæt sjón. Þá er ekið til baka til Siem Reap og menn eru sjálfráðir gerða sinna það sem eftir er dagsins. 

Gisting: Seam Reap

Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður

Dagur 14: Siem Reap – Tonle Sap vatn (B/L/-) 

Eftir morgunverð er ekið til flotþorps í Tonle Sap vatni, stærsta stöðu­vatni í suðaustur Asíu, sem er 10 km frá miðbænum. Þá er siglt í gegnum strandgróðurinn að nokkrum þorpum, bæði fljótandi og á stultum. Þar kynnumst við sérstæðum lifnaðarháttum. Vatnsborðið er 16 000 km2þegar hæst er, þar er að finna fjölda fágætra dýra og vistkerfa. Máls­verður í veitingahúsi. Förum á markað og skoðum síðan d’Angkor verkstæðin, þar sem efnilegum en fátækum kunnáttu­mönnum gefst kostur á að stunda forna iðju. Síðan er ekið á hótelið og við tekur frjáls tími. 

Gisting: Seam Reap

Máltíðir: Morgunverður, hádegisverður

Dagur 15: Siem Reap – Brottför (B/-/-)  

Í dag er frjáls dagur, uns haldið er út á flugvöll til heimferðar.

Dagur 16:  flug til Keflavíkur

Flug heim og ferðalok, lending í Keflavík.

VERÐ

TVÍBÝLÍ  598 000 kr

EINBÝLÍ  688 000 kr

Innifalið í verði:

·      Millilandaflug til VN og frá KH með flugvallarsköttum

·      12 nátta gisting í tvíbýli (einbýli gegn aukagjaldi) með morgunverði

·      1 næturdvöl í skipi (ásamt öðrum) á Halongflóa í einkakáetu, enskumælandi leiðsögumaður sameiginlegur

·      Rútuferðir, siglingar og lestarferðir samkvæmt dagskrá

·      Flug innanlands í Víetnam og til Kambódíu (Hanoi - Ho Chi Minh & Ho Chi Minh – Siem Reap; farangur mest 20 kg/mann og handfarangur 7 kg)

·      Allir aðgöngumiðar að söfnum og stöðum sem tilgreindir eru í dagskrá

·      Enskumælandi leiðsögumaður (nema í Phan Thiet/Mui Ne og í frítímum)

·      Málsverðir tilgreindir í dagskrá (B: morgunverður, L: hádegisverður, D: kvöldverður)

·      Bátsferð samkvæmt dagskrá

·      Leyfisbréf fyrir vegabréfsáritun við komuna til Víetnams (leyfisbréfið þarf að hafa meðferðis) 

·      Drykkjarvatn í rútum.

Ekki innifalið:

·      Kostnaður vegna óstundvísi (koma á hótel eftir kl. 14:00, brottför fyrir kl. 12:00)

·      Einkaneysla

·      Drykkir og málsverðir sem ekki er getið í leiðarlýsingu

·      Valfrjálsar ferðir

·      Ferðatrygging

·      Vegabréfsáritun til Víetnams við komuna þangað, 25 USD/mann og 2 myndir (35 x 45 mm)

·      Vegabréfsáritun til Kambódíu við komuna þangað, 30 USD/mann og 2 myndir (35 x 45 mm)

·      Þjórfé til leiðsögumanns og bílstjóra á hverju svæði

·      Aukagjald ef til kemur vegna hátíðahalda eða sérástæðna 

·      Hvaðeina sem ekki er nefnt að ofan.