Forsiða / Ferðir / Hin mikla móða Volga

Hin mikla móða Volga

Moskva - Uglitsh - Jaroslavl - Kostroma - Nizhni Novgorod - Tseboksari - Kazan - Samara - Saratov - Volgograd - Astrakhan / eða öfugt

07. – 20. sept. 2021
14 dagar
598 000 kr.
Um Rússland
RU04

Hópferð með íslenskri fararstjórn, leiðsögn. Sigling þar sem við kynnumst stærsta landi veraldar og nokkrum af þjóðarbrotum Rússneska Sambandríkisin, farið er frá Moskvu til Kaspíahafs, fyrst á Moskvuá og skipaskurðum og síðan stórfljótinu sem Rússar kalla Móður Volgu en þeir fara enn með ljóð og lofgjörðarsöngva um þessa mestu á Evrópu. Fyrst er höfuðborg Rússlands gerð góð skil og síðan siglt af stað í þessari merku 14 daga ferð alla leið að stærsta stöðuvatni heims sem gengur, auk Rússlands að Azerbaidsjan, Kazakhstan, Túrkmenistan og Íran í suðri.  Komið er við í ekki ómerkari borgum en Kazan sem er höfuðborg múslimalýðveldisins Tatarstans og Volgograd sem þekktust er fyrir mikla þýðingu í seinni heimstyrjöld en þá hét borgin eftir Kremlarbónda þess tíma, Jósep Stalín.

Aðbúnaður er eins og best verður á kosið um borð og félagslíf með blóma; rúmlega 100 manna áhöfn gerir allt til þess að farþegum líði sem best allan tíman.  

big_57071_89512_add_6
Волгоград
russland_5_3-thumb-1024xauto-109836
smolensky_kremlin-min
Нижний
kreml_650х380
cruis2
САмара
nigniy

Dagur 1 Keflavík – Moskva

Flug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Moskvu, mæting í Leifsstöð ekki síðar en 2 klst. fyrir brottför.  Tekið er á móti farþegum af fulltrúum ferðaskrifstofu við útgönguhlið úr tolli. Rútuferð að hafnarbakka og flutt um borð í skip sem liggur við landfestar á Moskvu ánni í norðurhluta borgarinnar. Fundur þar sem farið er yfir hentug atriði og sameiginlegur kvölverður í veitingasal skips, skemmtiatriði  og dans í sölum skips.

Dagur 2 Moskva

Morgunverður í veitingasal skips, síðan skoðunarferð um Moskvu: Leningradsky breiðgatan og Tverskaja aðalgata borgarinnar (áður Gorkystræti), Novodevitsy klaustrið við Moskvuá miðborginni, ekið framhjá höfuðstöðvum KGB (nú FSB), frjáls tími á Rauða torginu og GUM verslunarmiðstöðin. Kirkja heilags Krists, hin endurbyggða, Moskvuháskóli Spörfuglahæðum, þaðan er mjög gott útsýni yfir alla borgina. Farið innan Kremlarmúra, þaðan sem stærsta ríki veraldar er stýrt, þinghöllin, stjórnsetur Pútíns, gríðarstór kirkjuklukka og Keisarafallbyssan, kirkjur Kremlar.

Dagur 3 Moskva sigling hefst

Morgunverður og höfuðborg Rússaveldis skoðuð nánar, margir valmöguleikar, m.a. hægt að fara á listasafn, metró sem er hið einstaka neðanjarðarlestarkerfi Moskvu, þar sem listaverk eru í hólf og gólf, safn um geimferðir omfl. Hádegismatur í matsal skips, heimildarkvikmynd um sögu Rússlands og síðan björgunaræfing. Síðdegis er siglt af stað til næstu borgar, Úglits og hátíðarkvöldverður þar sem skipstjóri kynnir áhöfn sína; tónleikar og skemmtan.

Dagur 4 Uglits

Fyrilestur um leiðina á skipaskurðum, um rússneska minjagripi og kennslustund í rússnesku. Uglits bær sem stofnaður var 1148, María Nagaja 7. kona Ívans grimma var hér í „heiðurs”- útlegð, nú lítið og rólegt sveitaþorp, andstæða við stórborgina, ríkulegur minjagripamarkaður. Dimitry sonur Ívans grimma var myrtur hér og við hann er kirkja bæjarins kennd, síðar komu til sögunnar nokkrir „fals“ Dimitriar, valdaræningjar, nokkruskonar Hundadagakonungar. Um kvöldið siglt áfram til Jaroslavl, eftir sjálfri Volgu, fjótinu mikla.

Dagur 5 Jaroslavl - Kostroma

Morgunverðurarhlaðborð, síðan skoðunarferð um Jaroslav borg sem eitt sinn keppti við Moskvu um höfuðborgartitilinn. Hér bjó Jaroslav fróði rithöfundur og höfðingi. Frjáls tími á markaðstorginu, virki og kirkjur miðborgarinnar skoðaðar, einnig hús sýslumans, þar sem nú er listasafn. Siglt af stað og komið við í Kostroma, sú borg skoðuð en mikil verslun og viðskipti voru á Volgu hér áður fyrr þegar samgöngur og flutningar voru á vatnaleiðinni. Tónleikar, skemmtun og dans.

Dagur 6 Nizhni Novgorod

Morgunleikfimi daglega fyrir þá sem vilja. Stærsta borgin við Volgu er Nizhny Novgorod, sem á sovéttímum hét eftir skáldinu fræga Maxím Gorky og var þá lokuð útlendingum vegna hergagnaiðnaðar og vísindastofnanna. Skoðunarferð í rútu um miðborgina og aðalvirkið sem heitir Kreml. Siglt áfram eftir  fljótum og suður á bógin. Skemmtiatriði daglega í sölum skipsins, kennslustund í rússneskum söngvum og dönsum.

Dagur 7 Tseboxari

Morgunverðarhlaðborð og síðan skoðum við borgina Cheboksary sem er ein margra borga á þessari merku verslunarleið sem hefur lengi verið við Volgufljótið. Kennsla í dansi og rússnesku, matreiðslunámskeið. Fullt fæði um borð í skipinu og ýms skemmtan um borð, bar og danssalur.

 

Dagur 8 Kazan

Kazan höfuðborg Tatarstans – tatarar, sem eru múhameðstrúarmenn, eru ein af meginþjóðum Rússneska Sambandsríkisins. Skoðunarferð, borgarvirkið  sem ber nafnið Kreml eins og víðar í landinu. Skemmtileg blanda slavneskra og múslimskra áhrifa en Tatarar voru öflug þjóð sem eitt sinn sótti að Moskvuvaldinu. Söng- og dansnámskeið í skipinu, hægt að komast í vodkasmökkun, þar sem drykkjumenningu eru gerð skil; sólbaðsaðstaða á dekki. Heimildarmynd um sögu Rússlands og önnur skemmtan.

Dagur 9 Samara

Morgunleikfimi fyrir þá sem vilja og morgunverður.. Árið 1670 stóð kósakkinn Stepan Razin fyrir bændauppreisn. Borgin hét áður Kubyshev, var varahöfuðborg SSSR í stríðinu, liggur herfræðilega mjög vel við Volgu. Við skoðum borgina og mögulegt verður að heimsækja neðanjarðarbyrgi Stalíns Sovétleiðtoga en ekki kom til að hann þyrfti að nota „búnkerinn“. Kvöldverður í skipi og ýmis skemmtan, t.d. bingó og rússnesk te-seremónía kynnt með samóvar og öllu tilheyrandi.

 

Dagur 10 Saratov

Saratov er borg með talsverðum þýskum áhrifum en hér var þýsk „kólonía“ á tímum Katrínar miklu en borgin var stofnuð af þýskum innflytjendum á 18. öld. Júrý Gagarín, fyrsti geymfarinn gekk hér í skóla. Skoðunarferð og síðan kvöldverður í stíl sjóræningja og skemmtiatriði í samkomusal skips síðar um kvöldið. 

Dagur 11 Volgograd

Morgunverður skipi. Volgograd, áður Stalíngrad. Umskipti í seinni heimstyrjöld, hér hófst undanahaldið mikla hjá Þjóðvejum sem endaði í Berlín. Gríðarmikið minnismerki um Stalíngradorrustuna skoðað „Mamaev Kurgan“. Hápunktur áhugamanna um heimstyrjöldina síðari er án efa Stalíngrad, einn sögulegasti staður þess mikla hildarleiks. Kvikmyndasýning og dans í skipi.

Dagur 12 um borð í skipi

Morgunverðarhlaðborð og leikfimi, ef því er að skipta. Námskeið í því að brjóta saman servíettur og lifandi tónlist á barnum. Fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi, spurningar og svör. Hádegisverður, dans- og söngnámskeið, æfing fyrir hæfileikakeppni farþega. Kveðju kokteill og hátíðarkvöldverður í boði skipsstjóra, um kvöldið hæfileikakeppni meðal farþega og ball.

 

Dagur 13 Astrakhan

Náttúrufegurð við hið breiða Volgufljót. Astrakhan var útvörður Rússlands í suðri en handan Kaspíahafs er Íran, sjálft Persaveldi. Við skoðum þessa merku borg og kynnumst staðháttum við þetta stóra innhaf, þar sem Azerbædsjan, Kazakhstan og Túrkmenistan eiga líka land að. Kvöldverður og skemmtan ýmis í skipi.

Dagur 14

Morgunverður og menn þegar búnir til brottfarar, ferðalok, haldið heim á leið með frábærar minningar og góða minjagripi. Flug heim á leið, gegnum Moskvu, komið til Keflavíkur um kvöld að íslenskum tíma.

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 598 000 kr (á mann í tvíbýli)
Einbýli: 644 000 kr 

Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það

 

Innifalið í verði:    

 • Flug báðar leiðir og flugvallarskattar 

 • Rútuþjónusta í skoðunarferðum & til/frá flugvöllur – skip - flugvöllur

 • Skoðunarferðir og aðgangseyrir á söfn o.þ.h. samkvæmt ferðalýsingu

 • Gisting í tveggja manna einkakáetum með baði

 • Morgunverður, hádegis- og kvöldmatur daglega í skipi (kvöldverður fyrsta dag, morgunverður lokadag)

 • Staðarleiðsögn á ensku.

 Ekki innifalið:

 • Aukaskoðunarferðir á vegum útgerðar „optional excursions“

 • Drykkir í veitingarsal, á kaffihúsum og börum skips

 • Vodkasmökkun

 • Þjórfé

 • Vegabréfsáritun til Rússlands (fæst í sendiráði þeirra í Reykjavík).