
Sigling um Síberíu
Krasnojarsk - Galanino - Jenisejsk - Þorpið Nikulino - Vorogovo - Bakhta - Verkhneimbatsk - Jermakovo - Igarka - Túrúkhansk túndran - Dúdinka
RU12
Yenisey áin í Síberíu er eitt mesta stórfljót heims sem hefur löngum laðað að sér landkönnuði og aðra ævintýramenn í hina villtu og ósnertu náttúru þar sem ekkert hefur breyst árhundruð.
Skip okkar sem heitir eftir hinum þekkta rithöfundi, blaða- og byltingarmanni Maxim Gorky, er nýuppgert 5* í samræmi við alþjóða staðla og í skipinu eru nú aðeins 50 rúmgóðar káetur (í stað 130 áður).
Hönnun og þema eru í stíl við smáþjóðir Norðursins sem einmitt byggja hin gríðarstóru og ósnertu svæði N-Rússlands, á bátsdekki eru veitinga- og skemmtistaðir og á efra dekki er SPA – heilsulind og aðstaða til líkamsræktar.
Á hverjum stað er nauðsynlegt að kynnast matarmenningu heimamanna, hvernig frumbyggjar afla fæðis og matreiða á hjara veraldar. Áhersla er lögð á þetta og yfirkokkurinn er sérfræðingur í þjóðréttum úr vistvænum afurðum svæðisins. Ferskur fiskur, hreindýrakjöt, sveppir, ber og annað hágæða náttúrulegt fæði er á borðum gesta, nokkuð sem gerir þessa einstöku upplifun Norðursins enn skemmtilegri.
Dagur 1 Keflavík – Moskva
Flug til Moskvu og síðan áfram til Krasnojarsk (KJA) í Síberíu.
Dagur 2 KRASNOJARSK
Komið til Krasnojarsk flugvallar. Ekið frá flugvelli til skips og gengið um borð, þar sem menn fá lykla að káetum. Móttökuathöfn (freyðivín, kavíar) og málsverður um borð. Brottför í borgarskoðunarferð, borgin er fjölskrúðug; í miðbænum eru gömul kaupmannahús, og verksmiðjur og verkstæði skiptast á við dýralífssvæði og skiðaaðstöðu á heimsmælikvarða, - allt þetta myndar heillega og einstæða borgarmynd Krasnojarsk. Við gönguferð eftir einu lengsta borgarstræti í heimi blasa við augum nýstárlegar norðurslóðabrýr og fjölmargir gosbrunnar.
• Farið á Karaul fjall, með útsýni yfir borgina
• Surikov búgarðurinn (dæmi um byggingar og lifnaðarhætti í Rússlandi á nítjándu öld)
19: 00-21: 00 Kvöldverður um borð
22:00: Krasnojarsk að næturlagi – Valkvætt
Dagur 3 KRASNOJARSK
06:00 Árbítur í kaffihorninu um borð (te / kaffi / snúðar) – alla morgna. 09:00 - 11:00 Morgunverður um borð, brottför í skoðunarferð
• Heimsókn í eðalsteinaverkstæði (færi gefst að halda á 1 kg af gulli eða platínu) – Valkvætt
• Minnismerkið tilkomumikla “Tsar-fiskurinn”
• Krasnojarsk virkjun
• Bobrovy Log tómstundagarðurinn, farið með svifbraut upp á topp, útsýnisstaður.
2 km göngustígur (einnig er hægt að fara gönguleið í Stolby þjóðgarðinn)
Eitt af sjö undrum Rússlands er Stolby þjóðgarðurinn*. Drangarnir sem dreifast um þetta ríflega 450 km2 svæði eru 60 til 600 m hair, orðnir til við eldsumbrot. Þeir eru nefndir ”stólpar” eins og nafn þjóðgarðsins ber með sér, eru eldfornir (450 til 600 miljón ára) og ber hver þeirra sitt nafn.
* Þessi þjóðgarður á heima á heimsminjaskrá UNESCO og er sá fjölsóttasti í Rússlandi (750 000 gestir 2018) 16:00 Málsverður í veitingahúsi á staðnum, þjóðarrétturinn “Meistari tægunnar”. Til baka til skips, frjáls tími og síðan kvöldverður um borð. Kvöldsýning í bænum (hljómleikar) – valkvætt.
Dagur 4 KRASNOJARSK - GALANINO
Morgunverður um borð, farið niður Kazatsjínsky flúðir (u.þ.b. kl. 12:24 - 13:01)
13:30 Málsverður um borð.
Komið til Galanino (16:00-20:00). Í ósviknum rússneskum kofum kynnumst við hversdagsönnum kósakka. Okkur verður tekið af hefðbundinnni síbirskri gestrisni og bornir heimadrykkir og boðið te úr samovar með kruðum og kökum. Heimamenn segja okkur undan og ofan af sínum högum, og þeir eru vísir til að ljóstra upp leyndardómum birkibarkarins. Og kósakkasöngvar verða kyrjaðir eins og í aldanna rás við Jenisej.
-
Þjóðlagasýning "Síbirskir kósakkar" (kl. 16:00)
-
Minjagripamarkaður með smíðisgripi úr birkiberki
-
Heimamenn heimsóttir, brenndir drykkir bragðaðir, súrar gúrkur, te, hunang, heimabakstur
-
Heimilisiðnnám (birkibörkur unninn, körfur ofnar, saumað út og sitthvað fleira)
20:00 Brottför skips. Kvöldverður um borð
Dagur 5 JENISEJSK
Komið til Jenisejsk að morgni um kl. 04:00. 08:00 - 10: 00 Morgunverður um borð. Brottför í borgarskoðunarferð (10:00 - 14:00):
Hús kaupmanna, klaustur, öngstræti og andblær fjögurra alda gamallar borgar sem heldur fornu fari til þessa dags.* Í Jenisejsk eru mörg stórmerk söfn, svo sem “Heflasafnið”, sem skráð er í heimsmetabók Guinness! Hér hefur verið safnað saman fleiri heflum en annarstaðar í heimi, má sjá hvað hefill er og hvernig hann er notaður.
* Forni miðbærinn í Jenisejsk er á bráðabirgðaheimsminjaskrá UNESCO
• Jenisej byggðasafnið (eitt elsta safn Síbiríu)
• Búgarður til sýnis “Photo-izba” (safn fornmuna sem áður voru til daglegs brúks í Jenisej:
húsmunir, eldhúsáhöld, lyklar, lásar, skólagögn)
• Heflasafn (safn trésmíðatóla, eitt hið fjölskrúðugasta í heimi, safngripir fleiri en 1500)
• Hestvagnasafn (kostur er gefinn á ökuferð í hestvagni)
14:00 Brottför skips. Málsverður um borð. Kvöldverður um borð. Um kvöldið er kvikmyndasýning um borð “Ánægt fólk”
Dagur 6 Þorpið NIKULINO - VOROGOVO
Morgunverður um borð. Þorpið Nikulino – farið í land á smábátum "Zodiac". Þorp sem ekki finnst á Google Maps, fólk sem ekki er á Facebook, staður sem engar myndir eru af á netinu*. Nú er haldið aftur á bak í tímanum. Í Nikulino eiga öldurtrúarmenn heima, - fólk sem heldur tryggð við aldagamla lifnaðarhætti og trúarbrögð. Öldurtrúarmenn hafa eins lítil samskipti við umheiminn og við verður komið; þar er hvorki sjónvarp, tölvur né farsímar. Það kostaði miklar fortölur að fá þá til að taka í mál að leyfa fólki að hnýsast í einkalif þeirra og sérstæða menningu, en þeir eru vísir til að sýna okkur hvernig farið er að því að vinna sedrusolíu úr könglum upp á gamla móðinn.
* Takið tillit til heimamanna; bannað er að mynda
Dagskrá í Nikulino:
-
Matar- og minjagripamarkaður heimamanna á ströndinni
Til baka um borð. 11:00 Brottför skips. Hádegisverður um borð
Koma skips til Vorogovo (16:00 – 18:00)
Hér er líflegur síbirskur markaður með söng og dansi og hráum fiski, stroganinu, og minjagripum. Brögðum þjóðarrétti og heimagert lostæti, leikum á shaman trumbu, gleðjum vini með minjagripum frá rússnesku tægunni.
• Móttökuathöfn (hljóðfærasláttur heimamanna)
• Minjagripamarkaður
Brottför skips. Kvöldverður um borð. Um kvöldið er kvikmyndasýning um borð “Ánægt fólk”.
Dagur 7 BAKHTA - VERKHNEIMBATSK
Koma skips og morgunverður um borð. Farið í land á "Zodiac" smábátum. Hér gefst kostur á að hitta aðalleikarana í kvikmyndinni “Ánægt folk” og ræða við þá í góðu tómi. Spyrjum um hvað sem okkur dettur í hug. Svo má róa á tjörguðum síbirskum skektum, bragða ljúffenga fiskisúpu í landi, fara á handfæri eða í berjamó. Dagskrá í landi:
• Róið á ánni í skektu (með Anatoly og Alexej)
• Fiskisúpa í landi
• Farið í berjamó I skóginum
• Farið á handfæri
Brottför skips um kl. 12:00, hádegisverður um borð
Farið í land í "Zodiac" smábátum (18:00 - 21:00)
Nú er komið til sögurfrægs staðar, fyrsta rússneska aðseturs á þessum slóðum. Árið 1607 settust Mangazeja kósakkar að á hægri bakka Jenisej fljóts við ósa þverárinnar Verkhny Imbak. Í kynþáttagarðinum má sjá margbreytileika Síbiríu; sem dæmi má nefna Putorana hásléttuna og Turukhansky og Evenkia héruð. Sjá má Ket búðir með áhöldum og amboðum, spræka lind með heilsuvatni og kósakkasafn, hlýða á þjóðlagaflokk, gæða sér á þjóðlegum réttum á veitingastað og margt fleira.
• Farið í kynþáttagarð
• Tedrykkjuboð
Smásýning á málverkum hönnuða
Dagur 8 TÚRÚKHANSK
Morgunverður um borð
Hádegisverður um borð
Komið til Túrúkhansk um kl. 14:00
Þetta er höfuðþorp stærsta héraðs í Krasnojarsk fylki. Lífsskilyrði hér eru erfið; vetrarfrost verður -60 °C, sumarhiti +35 °C. Járnbrautir eru engar, ferðast er loftleiðis, á ám og um slóðir og troðninga. En fegurð og náttúrugæði þessa landsvæðis eru annáluð. Dæmigert er að í skjaldarmerki Túrúkhansk héraðs er silfurrefur, fágætt loðdýr sem á hér heimkynni.
Dagskrá í landi:
• Farið í Byggðasafn Túrúkhansk fylkis
• Gönguferð um bæinn
Brottför skips um kl. 17:00
Kvöldverður um borð
Dagur 9 JERMAKOVO - IGARKA
Skipskoma um kl. 04:00
Morgunverður um borð 08:00 - 09:00
09:00 Farið í land (um landgang eða í "Zodiac" bátum)
• Farið í Safnbygggingu 503 helgaða Gúlaginu (við yfirgefna gufueimreið í skóginum),
gengið gegnum skóginn í fylgd leiðsögumanna, 0,8 km hvora leið
Um kílómetra inn í villtum Síbiríuskógi er að finna leifar af nyrstu járnbrautinni. Þetta mikla mannvirki kostaði meira en 300 000 mannslíf, einnig kallað “dauðabrautin”. Menjar ofsókna Stalíns eru kirfilega geymdar gaddfreðnar í járnbrautargarðinum.
• Fiskiróður (valkvætt)
Brottför skips um kl. 12:00
17:30 Komið til Igörku
Dagskrá á ströndinni 17:30 - 20:30
Rútuferð á Sífrerasafnið, þar sem gestir ganga niður þröngar tröppur og eru þá komnir I jarðlög á 7 – 10 m dýpi sem hafa verið freðin frá örófi alda og verða það eitthvað áfram. Þar má sjá einstætt “ísfjall” sem er um 50 000 ára gamalt.
Brottför skips
Kvöldverður um borð
Dagur 10 Túrúkhansk túndran
Þúsund hreindýr, ekta tsjúm (flókatjald svipað júrtu) og mikill varðeldur. Þetta er sjón sem fæstir sjá, en nokkrir einu sinni á ævinni hér í Túrúkhansk. Á ströndinni verður vinafundur með heimamönnum, þar verða framandi réttir þeirra á borðum og minnisstæður mannfögnuður. Munið eftir að ljósmynda tsjúmið og hreindýrin með. Setjið ykkur í spor hirðingja!
-
Komið í “tsjúm” – til hreindýrahirða
-
Lostæti heimamanna bragðað
Dagur 11 DÚDINKA
Komutími 02:30
Vegabréfaskoðun (landamæraverðir, vegabréfsáritun framvísað). PLATO PÚTORANA (þyrluferð, 1 lending) ferðin tekur 4 – 4½ klukkutíma (EF VEÐUR LEYFIR). “Pútorana” þýðir á evenki tungumáli “stöðuvatn með bröttum bökkum”. Pútorana flæmið er á við Bretland að stærð og er næst stærsta basaltflæmi í heimi, næst á eftir Deccan á Indlandi. Pútorana friðlandið nýtur verndar UNESCO. Í þyrluferðinni ber fyrir augu einstæð fyrirbæri, og komið er til staða sem enginn hefur áður fótum troðið. Dagskrá í Dúdinka:
• Kynningarsamkoma undir beru lofti “Taimyr heyannir”, málsverður þar – í Taimyr land. Við kynnumst önnum hversdagsins, mataræði heimamanna, hefðum, menningu og siðum þeirra sem Taimyr byggja.
• Farið í byggða- og sögusafn Taimyr héraðs
• Þjóðlistasýning (málverk)
Dagur 12 DÚDINKA
Morgunverður um borð. Söngur og hljóðfærasláttur heimamanna. Hádegisverður um borð. Farið frá Dúdinka til Norilsk, um 80 km, flugstöð, brottför til Moskvu og þaðan áfram til Íslands.
VERÐ Á FERÐALANG:
Tvíbýli: 827 000 kr
Einbýli: 1 049 000 kr
Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það
Innifalið í verði:
-
Flug báðar leiðir og flugvallarskattar, einnig innanlandsflug
-
Fullt fæði - morgunverður, hádegis- og kvöldmatur daglega í skipi. (FB, Full Board)
-
Rútuþjónusta í skoðunarferðum & til/frá flugvöllur – skip - flugvöllur
-
Skoðunarferðir og aðgangseyrir á söfn o.þ.h. samkvæmt ferðalýsingu
-
Gisting í tveggja manna einkakáetum með baði
-
Staðarleiðsögn á ensku.
Ekki innifalið:
-
Aukaskoðunarferðir á vegum útgerðar, valkvætt „optional excursions“
-
Drykkir í veitingarsal, á kaffihúsum og börum skips
-
Vodkasmökkun
-
Þjórfé
-
Vegabréfsáritun til Rússlands (fæst í sendiráði þeirra í Reykjavík)