Forsiða / Ferðir / Sigling Moskva - Pétursborg

   Sigling Moskva - Pétursborg

 Moskva - Uglits - Jaroslavl - Goritsy - Kizhi - Mandrogi - Pétursborg / eða öfugt

maí - september 2022
11 eða 12 daga
frá 446 000 kr.
RU10

Siglingar í allt sumar, frá maí út september, á milli Moskvu og Pétursborgar með enskri leiðsögn og þjónustu um borð. Enskumælandi hópstjóri tekur á móti ferðamönnum á flugvelli og sér um allan tímann. Dekrað er við farþega og ávallt er eitthvað við að vera og hvíld á milli; félagslíf um borð með blóma.

Siglingatafla 2022

 

Moskva - Pétursborg (12 dagar) 04. - 14. maí;  24. maí - 04. júní;  14. - 25. júní; 05. - 16. júlí;

26. júlí - 06. ágúst;  16. - 27. ágúst;  06. - 17. sept.;  27. sept. - 08. okt. 

                                Pétursborg - Moskva (11 dagar)  14. - 24. maí;  04 - 14. júní;  25. júní - 05. júlí;  16. - 26. júlí;  06. - 16. ág.; 

                                                      27. ág. - 06. sept.;  17. - 27. sept.

petergoff2
mosty1
kreml 1600x
hhs
cruis2
mandrogi4
petergoff
круиз2
kizhi1

Dagur 1 Keflavík –  Moskva

Flug frá Keflavíkurflugvelli áleiðis til Moskvu, mæting í Leifsstöð ekki síðar en 2 klst. fyrir brottför. Tekið er á móti farþegum af fulltrúum ferðaskrifstofu við útgönguhlið úr tolli. Rútuferð að hafnarbakka og flutt um borð í skip sem liggur við landfestar á Moskvu ánni í norðurhluta borgarinnar. Fundur þar sem farið er yfir hentug atriði og sameiginlegur kvölverður í veitingasal skips, skemmtiatriði  og dans í sölum skips.

Dagur 2 Moskva

Morgunverður í veitingasal skips, síðan skoðunarferð um Moskvu: Leningradsky breiðgatan og Tverskaja aðalgata borgarinnar (áður Gorkystræti), Novodevitsy klaustrið við Moskvuá miðborginni, ekið framhjá höfuðstöðvum KGB (nú FSB), frjáls tími á Rauða torginu og GUM verslunarmiðstöðin. Kirkja heilags Krists, hin endurbyggða, Moskvuháskóli Spörfuglahæðum, þaðan er mjög gott útsýni yfir alla borgina. Farið innan Kremlarmúra, þaðan sem stærsta ríki veraldar er stýrt, þinghöllin, stjórnsetur Pútíns, gríðarstór kirkjuklukka og Keisarafallbyssan, kirkjur Kremlar.

 

Dagur 3 Moskva  sigling hefst

Morgunverður og höfuðborg Rússaveldis skoðuð nánar, margir valmöguleikar, m.a. hægt að fara á listasafn, metró sem er hið einstaka neðanjarðarlestarkerfi Moskvu, þar sem listaverk eru í hólf og gólf, safn um geimferðir omfl. Hádegismatur í matsal skips, heimildarkvikmynd um sögu Rússlands og síðan björgunaræfing. Síðdegis er siglt af stað til næstu borgar, Úglits og hátíðarkvöldverður þar sem skipstjóri kynnir áhöfn sína; tónleikar og skemmtan.

Dagur 4 Uglits

Fyrilestur um leiðina á skipaskurðum, um rússneska minjagripi og kennslustund í rússnesku.  Uglits er lítið og rólegt sveitaþorp – andstæða við stórborgina, ríkulegur minjagripamarkaður. Dimitry sonur Ívans grimma var myrtur hér og við hann er kirkja bæjarins kennd, síðar komu til sögunnar nokkrir „fals“ Dimitriar – valdaræningjar, nokkruskonar Hundadagakonungar. Um kvöldið siglt áfram til Jaroslavl, eftir sjálfri Volgu, fjótinu mikla.

 

Dagur 5 Jaroslavl

Eftir morgunverð er skoðunarferð um Jaroslav borg sem eitt sinn keppti við Moskvu um höfuðborgartitilinn. Hér bjó Jaroslav fróði rithöfundur og höfðingi. Frjáls tími á markaðstorginu, virki og kirkjur miðborgarinnar skoðaðar, einnig hús sýslumans, þar sem nú er listasafn. Hægt að mála matrjoshku (þjóðlega trédúkku) eða fara í vodkasmökkun. Tónleikar, skemmtun og dans.

Dagur 6 Goritsy

Morgunleikfimi daglega fyrir þá sem vilja. Skoðunarferð um þorpið Goritsy, klaustur heilags Kyrils við Hvítavatn og íkonasafn. Heimildarkvikmynd um sögu Rússlands, síðar um kvöldið söngtími og þjóðlagatónleikar. Siglt eftir  fljótum og skipaskurðum í norðurátt. Skemmtiatriði daglega í sölum skipsins

Dagur 7 Kizhi eyja

Kennsla í dansi og rússnesku. Kizhi eyja er á Onega stöðuvatni, hin einstaka trékirkja þar er á heimsminjaskrá UNESCO. Gamlar landbúnaðarminjar og mikil náttúrufegurð á þessari ósnortnu eyju. Fullt fæði um borð í skipinu, kvöldverður í stíl sjóræningja og dans.

Dagur 8 Mandrogi

Í Mandrogi sveit eru bjálkahús og hægt að kynna sér lifnaðarhætti til forna, hádegismatur úti í náttúrunni, grillveisla kjöt á teini „BBQ, barbecue“, menn njóta sveitasælunnar. Handverksmenn, þjóðminjar, vodkasafn og lítill dýragarður. Fyrirlestur um stöðu mála í Rússlandi, spurningar og svör; sólbaðsaðstaða á dekki. Hátíðarkvöldverður í boði skipsstjóra, um kvöldið hæfileikakeppni meðal farþega og ball.

 

Dagur 9 Pétursborg

Pétursborg sem stofnuð var 1703 af Pétri mikla sem ný höfuðborg Rússaveldis og „glugginn til Evrópu“, er einstök í sinni röð og er ein fárra borga sem var skipulögð frá upphafi á landakortinu. Áður náði Svíaríki hingað en Pétur mikli tók landið af Karli XII Svíakonungi. Borgin er skoðuð ítarlega, Smolny  - Vetrarhöllin, þar sem keisararnir höfðust við þar til í Októberbyltingunni árið 1917, nú hið rómaða Hermitage listasafn sem Katrín mikla stofnaði 1764. Kirkja heilags Ísaks og Kazansky sobor glæsikirkja. Blóðkirkjan þar sem Alexander II keisari, sem taldist umbótamaður, var myrtur árið 1881 en hann var sprengdur upp í hestvagni sínum og þessi einstaka kirkja síðar reist til minningar um hann. Péturshof eru glæsihallir og garðar, aðeins utanborgar.

 

Dagur 10 Pétursborg

Skoðunarferð um hina einsöku Pétursborg sem stundum er nefnd „Feneyjar norðursins“. Nevsky prospekt sem er aðalgata borgarinnar, þar er hægt að skreppa á kaffihús og í ýmiskonar verslanir. Hallartorgið og Nevu áin sem fellur í Finnska flóa. Péturs og Pálsvirkið á eyju við ósa Nevu árinnar, þar eru Pétur mikli og keisarafjölskyldan grafin, m.a. bein síðasta Rússakeisara Nikulásar II og fjölskyldu hans. Beitiskipið Áróra, St. Ísakskirkjan. Vasilíeyja og farið í Hermitage listasafnið. Sameiginlegur kvöldverður um borð í skipinu. Skemmtiatriði í samkomusal skips síðar um kvöldið. 

 

Dagur 11 Pétursborg

Morgunverður skipi. Boðið upp á ýmsar skoðunarferðir frá útgerð skipsins „optional excursions“ gegn aukagreiðslu, hallir keisara, ballet, þjóðdansa ofl. 

Dagur 12 Pétursborg

Ferðalok. Skip yfirgefið að loknum morgunverði og ekið út á Púlkovo alþjóðaflugvöllin við Pétursborg, þaðan sem flogið er áleiðis til Keflavíkur.

(Ef siglt er í hina áttina snýst dagskrá við og einn dagur í Pétursborg dregst frá). 

VERÐ Á FERÐALANG:

Moskva - Pétursborg 12 dagar

Tvíbýli: 468 000 kr. (á mann í tvíbýli)
Einbýli: 538 000 kr. 

Pétursborg - Moskva 11 dagar

Tvíbýli: 446 000 kr. (á mann í tvíbýli)
Einbýli: 508 000 kr. 

Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það

Innifalið í verði: 

 • Flug og flugvallarskattar

 • Allar skoðunarferðir í dagskrá

 • Rútuakstur (& til/frá flugvöllur – skip - flugvöllur)

 • Aðgöngumiðar á söfn og menningarviðburði samkv. dagskrá

 • Fullt fæði: morgun-, hádegis- og kvöldmatur (kvöldverður fyrsta dag og morgunverður lokadag)

 • Skemmtiatriði um borð í skipinu

 • Staðarleiðsögumenn og enska fararstjórn

 • Töskuburður fyrsta dag og lokadag.

Ekki innifalið:

 • Aukaskoðunarferðir á vegum útgerðar „optional excursions“

 • Drykkir í veitingarsal, á kaffihúsum og börum skips

 • Vodkasmökkun

 • Þjórfé

 • Vegabréfsáritun til Rússlands (fæst í sendiráði þeirra í Reykjavík).

Upplýsingar um skipið

Skip okkar eru af 302 gerðinni, öll nýuppgerð

Lengd 130 m, farþegafjöldi 260 manns, djúprista 3 m, hraði 15 hnútar (max = 27 km/h) áhöfn rúmlega 100 manns (sem dekrar við farþega!)

Allar káetur eru með stórum gluggum sem snúa út ("til hafs")