Forsiða / Ferðir / Moskva

Moskva
allt árið
Um Rússland

   Moskva er stærsta borg Rússlands, með um 15 milljón íbúa og jafnframt stærsta borg Evrópu. Borgin er afar fjölbreytt og áhugaverð, götur frá öngstrætum til nýtískulegra hraðbrauta, byggingar frá litlum miðaldakirkjum til mikilfenglegra háhýsa sem kend eru við Stalín og skýjakljúfa úr gleri og stáli. Í miðri borginni er Rauðatorgið undursamlega og hið ævintýralega virki Kreml, þaðan sem stærsta ríki veraldar er stýrt af forseta landsins sem nú er Vladimír Pútín.

  Moskva vann hin virtu verðlaun „Ferðaóskarinn“ á vegum World Travel Awards samtakanna sem afhent voru í Óman í nóvember 2019 í flokknum „Borg - besti áfangastaður". Moskvuborg er heimsótt af fleiri en 20 milljón ferðamanna árlega og hefur skotið sjálfri Parísarborg ref fyrir rass.

1/7

Merkustu staðir

Glæsilegir staðir í Moskvu eru ótrúlega margir (meiri upplýsingar um þá má finna í bæklingi okkar hér >>>) en vinsælasti ferðamannastaður er vafalaust Rauða torgið og virkið Kreml sem mynda miðpunkt borgarinnar, þar eru dómkirkjur, hallir, djásnir og vopnabúr keisaranna sem lifðu í miklum vellystingum. Það var  Júrij Dolgorúkij (Júríj hinn langhenti) sem stofnaði Moskvu árið 1147. Mongólar, Tatarar, Pólverjar, Litháar og Napóleon hafa setið um borgina og jafnvel lagt hana undir sig en orðið að hrökklast til baka; að ekki sé minnst á tilraunir Þjóðverja á miðri 20. öldinni. Rússneskir þjóðhöfðingjar höfðu aðsetur í Kreml allt þar til Pétur mikli flutti höfuðborgina til Pétursborgar árið 1712, það var ekki fyrr en eftir Októberbyltinguna 1917 að Bolsevikar gerðu Moskvu aftur að höfuðborg Rússaveldis, sem síðar fékk nafnið Sovétríkin.  

Samgöngur

Moskva er nær en þú heldur! Frá sumrinu 2018 er reglulegt flug frá Keflavík til Moskvu, það er rússneska flugfélagið S7 sem flýgur og flogið er á Boeing 737 vélum; í maí og september er brottför einu sinni í viku á laugardögum, í júní, júlí og ágúst er flogið tvisvar sinnum í viku, miðvikudaga og laugardaga. Á veturna eru margar tengingar, sú þægilegasta er líklegast í gegnum Helsinki.

Á hvaða tíma er best að heimsækja Moskvu?

Moskva er mjög falleg og áhugaverp á hvaða tíma árs og margt að gerast í borginni, íþróttir, hátíðir og menninngarviðburðir.  

Mikil hátíð „Jólaferðalagið“ er á götum úti frá miðjum desember að miðjum janúar. Í mars er vorhátíðin „Maslenitsa“ sem er byggð á heiðnum hefðum til að halda upp á komandi vor.  Dagur borgarinnar eða afmæli Moskvu er í september og er orðin sannkallað festival sem dregur til sín fjölda ferðamanna. Nánari upplýsingar: https://moscowseasons.com/en/

Hitastig í Moskvu

                   

             Meðal hámarkshiti, °C     Meðal lágmarkshiti, °C   

 

jan                        -4°                                     -9°

feb                        -4°                                   -10°

mars                      3°                                     -4°

apríl                     11°                                      2°

maí                      19°                                      8°

júní                      22°                                    12°

júlí                       25°                                    14°

ágúst                   22°                                    13°

sept                    16°                                       7°

oct                       9°                                        3°

nóv                      1°                                       -3°

des                     -3°                                       -8° 

Við bjóðum úrval ferða og þjónustu í Moskvu, fyrir hópa og einstaka ferðamenn; hótel, skoðunarferðir, söfn, rútuþjónustu o.m.fl. Hikið ekki við að vera í sambandi við fagmenn og leita ráða hjá okkur, höfum mikla reynslu á svæðinu. 

Ath.! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, án hennar er fólki ekki hleypt í flug til landsins. Við veitum nánari upplýsingar.