Forsiða / Ferðir / Sigurdagurinn  í Moskvu

Sigurdagurinn  í Moskvu
RU08
5. - 10. maí
6 dagar
258 000 kr.

Sigurdagurinn - 9. maí er án efa mesti hátíðisdagur þjóða Rússneska Sambandsríkisins þegar fólk fagnar sigri í Heimstyrjöldinni síðari, í ár verða sérstök hátíðarhöld - 75 ár frá hinum merku tímamótum. Einstakt tækifæri til að verða vitni sögulegs atburðar en Pútín forseti býður helstu fyrirmennum heims á hátíðina; við verðum þar líka!

1/9

Dagur 1,  5. maí    

Flug áleiðis til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli, mæting þar amk. tveimur klst. fyrir brottför. Lending við Moskvu og eftir vegabréfaskoðun farið með rútu frá Moskvuflugvelli á hótel, um 30 km leið, menn fá lykla og koma sér fyrir í herbergjum, frjáls tími til að kynnast aðstæðum og hvíldar.

 

Dagur 2,  6. maí    

Morgunverður hóteli og síðan skoðunarferð um rússnesku höfuðborgina: Kremlarmúrar, þar sem forsetinn Vladimír Pútín situr og stjórnar stærsta ríki veraldar. Aðalgatan Tverskaja (áður Gorkístræti) og Novodevitsí klaustrið og kirkjugarður en þar eru grafir helstu ráðamanna, herforingja og listamanna landsins. Spörfuglahæðir og aðalbygging Moskvuháskóla, þar sem gott útsýni er yfir alla borgina. Kústúzovsky breiðgatan, Sigurboginn í Moskvu, tileinkaður sigrinum á Napóleon 1812; Sigurgarðurinn, til minningar um sigur Sovétmanna í seinni heimstyrjöld, mikið safn þar um hildarleikinn mikla. Arbat göngugatan í miðborginni, eini veggurinn í borginni þar sem veggjakrot „graffití“ er leyft, frjáls timi til að fara á kaffihús o.þ.h., minjagripir til sölu.

 

Dagur 3, 7. maí   

Rútuskoðunarferð: Rauðatorgið með grafhýsi Leníns og tími til að skoða á eigin spýtur áhugaverða staði þar, m.a. hina sögufrægu GUM-verslunarmiðstöð (auk verslana eru þar margir matarstaðir), Sánkti Basilskirkju (frá 1561) sem þekkt er fyrir einstæðan arkitektúr, grafhýsi Leníns, gengið að Alexandrovskygarði við Kremlarmúra þar sem gröf Óþekkta hermannsins er og vaktaskipti heiðursvarðar fara fram á klukkustundar fresti. Farið í höfuðkirkju Moskvu, hina endurbyggðu Kristskirkju (var rifin 1930 og ætlunin var að byggja Höll Sovétanna, en síðar var þar lengi útisundlaug). Ekið um Ljúbjankatorg framhjá aðalstöðvum KGB leyniþjónustunnar (nú FSB), skoðum neðanjarðarbyrgi og stjórnstöð Stalíns „bunker“ frá tímum kalds stríðsins. Auk þess margir möguleikar utandagskrár: stríðsminjasöfn Sigurgarðinum og Kúbínka sýningarsvæði varnarmálaráðuneytisins utan borgar, flugvélar, skotfæri og m.a. fjöldi skriðdreka frá ýmsum löndum. Ballett, ópera, leikhús, tónleikar. Hægt að fara Bolshoi leikhúsið, skoðunarferð að tjaldabaki, Tretjakov listasafnið, fræga o.m.fl.

 

Dagur 4,  8. maí    

Höfuðborg Rússaveldis áfram skoðuð. Ízmailovo minjagripamarkaðurinn rómaði þar sem margir hafa gert góð kaup í ýmsu handverki og merkum munum, útiveitingastaðir og kaffihús. VDNH-skemmtigarðurinn sem gerður var í sósíal-realistískum stíl „Sýning á efnahagsárangri Sovétríkjanna, hægt að fara upp í Ostankíno-stjónvarpsturninn, einstakt útsýni úr hæstu byggingu Evrópu, 540 m. Við skoðun almenningssamgöngur, hin stórglæsilega jarðlest í Moskvu skoðuð, metró „neðanjarðarhöllin“ – eitt öflugasta mannflutningakerfi fyrr og síðar, byggt 1935. Rölt um í skemmtigörðum þar sem margt er til dægrastyttingar, t.d. Zarjade, Gorkípark. Utandagskrár er hægt að fara í kláf yfir Moskuvánna, möguleiki á sveitaferð grill (BBQ).

 

Dagur 5,   9. maí

10:00 hersýning Rauðatorgi í tilefni 75 ára sigurs í Seinni heimstyrjöld. 15:00 „Ódauðlega herdeildin“ („Immortal Regiment“) mikil ganga þar sem almenningur, m.a. Pútin, heldur á lofti myndum fallinna ættingja í göngu tugþúsunda eftir aðalgötu Moskvu. Stefnt á hátíðarkvöldverð á fínum veitingastað, öll borgin og landið fagna á þessum merka og tregafulla degi, tökum þátt meðal almennra Rússa.

Dagur 6,  10. maí

Ferðalok, rútuferð út á flugvöll og haldið heim á leið með einstakar minningar og góða minjagripi. Takk fyrir komuna og góða ferð heim!

VERÐ Á FERÐALANG:

Tvíbýli: 258 000 kr.
Einbýli: 318 000 kr.

Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það

Innifalið í verði: 

  • Flug og flugvallarskattar

  • Gisting með morgunverði

  • Allar skoðunarferðir í dagskrá

  • Rútuakstur, þ.m.t á milli flugvallar og hótels í Moskvu

  • Leiðsögn og fararstjórn.

Ekki innifalið:

  • Hugsanlegar aukaskoðunarferðir

  • Drykkir, t.d. míníbar

  • Vegabréfsáritun til Rússlands (fæst í sendiráði þeirra í Reykjavík). Veitum aðstoð og ráðgjöf.