AZERBÐÆDSJAN

Aserbædsjan er stundum kallað ‘eldlandið’, enda liggja olíu- og gashleifar víða skammt undir yfirborði jarðar, og oft gýs upp eldhaf ef eldfim efnin brjótast upp. Landslagið er fjölskrúðugt, loftslagið gerir það að verkum að sjá má allar árstíðirnar fjórar á sama tíma! Byggingar eru margvíslegar, glæsilegir skýjakljúfar ásamt nýtísku borgarbyggingum í Evrópustíl stinga í stúf við fornar hallir og virki.

Fyrstu mennirnir settust að þar sem nú er Aserbædsjan fyrir hálfri annarri milljón ára. Enn sjáum við minjar eftir eldforna menninngu: Zoroastrian Ateshgah hofið, borgina Shamakhi, Tsjukhur Gabala, Sheki og svo Gobustan fornmenjafriðlandið, sem er frægt fyrir klettamálverk 4–5 þúsund ára gömul.

Lífið í höfuðborginni fögru Bakú er með öðru sniði en annarstaðar í landinu, en hún er stærsta borg I Kákasus og mesta hafnarborg við Kaspíahaf. Þar er urmull af áhugaverðum jafnt og sögulegum stöðum: Bakú breiðgötunni hlýtur maður að dást að; á Þjóðfánatorgi er næsthæsta fánstöng í heimi; í Gamla­bænum (Itsjeri Shakher) eru fornar byggingar; Eldtunguturnarnir eru hæstu byggingar I Aserbaidsjan, þeir líkjast þremur eldtungum; Hejdar Alijev miðstöðin er nýtísku menningarmiðstöð, hönnun hennar var verð­launuð sem sú besta 2014, og margt fleira er að sjá.

Elskulegu og vinsamlegu Aserarnir eru gestrisnir, opinskáir og hjálpsamir, og ólýsanlega ljúffengi maturinn er heilnæmur; Kákasusbúar eru þekktir fyrir að vera einna langlífastir jarðarbúa.

Verið velkomin til ‘eldheita’ og  mótsagnakennda Aserbædsjans!

Yfirlit

Aserbaidsjan er í suðausturhluta Kákasus. Það á landamæri að Rússlandi, Georgíu, Íran, Armeníu og Tyrklandi. Að austan gjálfrar Kaspiahaf við ströndina. Um það bil helmingur af landi Aserbaidsjans er fjalllendi. Spánn, Grikkland, Tyrkland og Kórea eru á sama breiddarbaugi og Aserbædsjan.

Flatarmál landsins er 86 600 km2. Aserbædsjan er 400 km frá norðri til suðurs og 500 km frá austri til vesturs. Nokkrar smáeyjar í Kaspíahafi tilheyra líka Aserbædsjan.

Íbúar eru um 9,7 milljónir (áætlun frá 2016).

Aserbædsjan er lýðræðislýðveldi á veraldlegum lagalegum grunni. Það tilheyrir SSR (Samveldi sjálfstæðra ríkja).

Aserbædsjan skiptist í 66 sýslur og eitt sjálfstjórnarsvæði, Nakhtsjivan, með ríflega 2,1 milljón íbúa.

Opinbert tungumál er aserska (tyrkneskt mál). Margt yngra fólk getur talað ensku.

Gjaldmiðill í Aserbædsjan er manat (AZN). Hægt er að kaupa gjaldmiðil heimamanna í bönkum, á hótelum og í fjölmörgum gjaldeyrisskiptistofum. Skiptistofurnar eru oft opnar allan sólarhringinn (í Bakú, í stór­borgum og á flugstöðvum). Ef á að skipta meira en 500 USD þarf að sýna skilríki.

Aserbædsjan er veraldlegt ríki, en um 99 % landsmanna játa islam.

Tímabelti er UTC+4. Klukkan er 4 h (klst.) á undan UTC, samræmdum heimstíma (íslenskum tíma).

Rafspenna í Aserbædsjan er 220 V, tíðni 50 Hz, tenglar eru staðlaðir C og F tenglar (eins og á Íslandi).

Loftslag í Aserbædsjan

Best er að koma til Aserbædsjans að vori. apríl – júni, eða að haustlagi, september – október. Loftslag í landinu er mjög fjölbreytt, - frá heittempruðu til alpaloftslags.

Árlegur meðalhiti er á bilinu -10 °C í fjöllum og +3 °C á láglendi, en meðalhiti í júlí +5 °C og +27 °C (í sömu röð). Heita sumardaga á láglendi verður stundum steikjandi hiti, +45 °C, og í fjöllum á vetrarnóttum hörku­frost,-40 °C.

Hvassir norðanvindar eru ríkjandi á svæðinu, einkum að haustlagi.

 

 

Klæðaburður

Engar strangar reglur gilda um klæðaburð í Aserbædsjan, að minnsta kosti ekki í borgunum. Samt er æskilegt að klæðnaður sé ekki óþarflega ögrandi, konur ættu að stilla sig um að ganga í aðskornum fötum eða pínupilsum og flegnar í hálsinn, og karlmenn ættu ekki að vera í stuttbuxum eða ermalausum bolum.

Heimamenn eru gjarnan í jakkafötum, en konur ganga í glæsikjólum  á háum hælum og eru pjattaðar.

Þegar komið er í heimahús ætti  að fara úr skónum.

Matur í Aserbædsjan

Matargerð í Aserbædsjan er mjög fjölbreytt, ýmsir ljúffengir réttir úr kjöti, fiski, grænmeti, mjólk og bakstursvörum eru gerðir enn betri með ilmjurtum og kryddi.

Brauð er mikilsvirt í Aserbædsjan. Það er bakað á kúptri járnplötu (saj) í tandir (miðasískum leirofni).   Gutab, flatkökur úr ókrydduðu deigi samanbrotnar með fyllingu úr kjöti, jurtum, osti, graskeri eða öðru, eru vinsælar vor og haust.

Kjötréttir eru margskonar. Með þeim vinsælustu er basturma (þurrkaðar nautakjötssneiðar), shashlik shish kebab, og þykk kindakjötssúpa  piti og bozbash. Af öðrum vinsælum réttum má telja kelem dolmasy, hakkað kindakjöt með hrísgrjónum og kryddi vafið inní kálblöð, jarpag dolmasy , kindakjöt, eggaldin  og tómatar vafið inní vínviðarblöð, og lula kebab, hakkað kindakjöt með lauk og sætu kryddi. Kindakjötsbitar í grænmetisblöndu eru einnig kallaðir saj.

Hrísgrjónaréttir eru líka virtir í Aserbædsjan. Vinsælast er pilaf (líka stafað pilaff, plov, pilau, pilav, polow, pulaw, pulao), en af því tíðkast 50 gerðir. Tsjygartma er eftirlætisrétturinn af þessu tagi, úr hænsnakjöti. Dovga úr súrmjólk og jurtum  er venjulega borið fram í lok máltíðar.

Asersk matargerð er fræg fyrir sælgæti, svo sem nogul, nabat, shekerbura, gata, pakhlava, kozinaki, halva, Turkish delight, sykraðar fíkjur og sherbet (vatn sykrað með hunangi). Te er venjulega drukkið á undan og eftir hverri máltíð. Fyrst kemur te, svo er borinn fram annar réttur. Með tenu er haft sælgæti eða ávextir.

Matarverð

Í ferðinni er morgunverður innifalinn í gistingu. Ef óskað er getum við pantað borð á veitingastað. Hér fyrir neðan er tilgreint lauslega áætlað verð fyrir málsverð í bandaríkjadölum:

                Hádegisverður fyrir einn á ódýrum veitingastað                            5           USD

                Kvöldverður fyrir tvo (með víni eða öðrum áfengum drykk)         25           USD

                Flöskuvatn, 1,5 l                                                                             0,4        USD

                1 kaffibolli                                                                                       0,95      USD

                Innlendur bjór, 0,5 l                                                                         1           USD

                Vín, 0,7 l                                                                                      3 – 4         USD

 

Vegabréfsáritun, landvistarleyfi og öryggisráðleggingar

Hér að neðan eru upplýsingar um vegabréfsáritun til Aserbædsjans og hvað þarf til að fá hana.

Gætið þess að jafnvel þótt ferðamaður hafi fengið vegabréfsáritun til Aserbædsjans, þá kann honum að verða meinað að koma inn í landið ef þess sjást merki í vegabréfinu að hann hafi heimsótt Nagorno-Karabakh, ólöglega hernumið hérað í landinu.

Þeim sem þurfa vegabréfsáritun til að koma til Aserbædsjans er skylt að hafa ævinlega meðan á dvölinni stendur handbær skilríki, eða afrit þeirra, ásamt vegabréfsárituninni.

Allir útlendingar sem dveljast lengur en tíu daga í landinu verða að láta skrá sig hjá Innflytjendaþjónustu (State Migration Service) Aserbædsjans innan 9 daga frá komu til landsins. Í því skyni skal komumaður afhenda Innflytjendaþjónustunni (í eign persónu eða í tölvupósti) útfyllt umsóknareyðublað, ljósrit af vega­bréfi, og ef hann þarf vegbrétfsáritun, þá ljósrit af vegbréfsárituninni.

Starfsmenn hótela aðstoða gesti við að skrá sig hjá Innflytendaþjónustu, en þeir sem búa á eigin vegum eða I gistihúsum án starfsleyfis verða að sjá um það sjálfir. Skráningin er ókeypis, en þeir sem trassa að skrá sig mega búast við sekt, 300 – 400 AZN.

Tollskoðun í Aserbædsjan

Ráðlegt er að fylla út tollyfirlýsingu þar sem ferðamaður greinir frá því hve mikið reiðufé hann kemur með til landsins. Yfirlýsingin skal undirrituð og stimpluð af tollþjóni, og skal varðveitt þar til landið er yfirgefið.

Leyfilegt er að hafa með sér hversu mikinn erlendan gjaldeyri sem er til landsins, svo fremi hans sé getið í tollyfirlýsingu. Hafi menn með sér minni upphæð af erlendum gjaldeyri en svarar til 1000 USD, þá þarf ekki að geta hennar í tollyfirlýsingu. Ekki er leyfilegt að fara með hærri peningaupphæð úr landi en komið var með samkvæmt tollyfirlýingu.

Þeir sem eru eldri en 16 ára mega taka með sér til landsins 1,5 l af sterkum áfengum drykkjum og allt að 2 l af víni. Þeir sem ætla sér að flytja forngripi eða teppi frá Aserbædsjan þurfa til þess leyfi þar til bærra yfirvalda. Leyfilegt er að taka með sér 125 g af kavíar, 30 sígarettupakka og þau meðul sem nauðsynleg eru til einkanota.

Gjaldmiðill

Þjóðargjaldmiðill Aserbædsjans er manat (AZN). Seðlar eru 1, 5, 10, 20, 50 og 100 manat, og smámynt 1, 3, 5, 10, 20 og 50 gopik. Hægt er að kaupa innlenda peninga I bönkum, fjölmörgum skiptistofum og á hótelum. Skiptistofur eru oft opnar allan sólarhringinn (í Bakú, stórborgum og á flugstöðvum). Ef skipt er meira en 500 USD þarf að sýna skilríki. Hraðbanka (ATM) er aðeins að finna í stórborgum. Í miðborg Bakú er aragrúi af þeim.

Í Þjóðbankanum kann að vera annað gengi gjaldmiðla en í einkabönkum. Í Bakú eru bankar opnir frá 09:00-09:30 til 17:00. Bankar eru aðeins opnir virka daga, frídaga er einungis unnt að skipta í Respublika Bank, sem er opinn eftir venjulegan afgreiðslutíma.

Master Card og Visa greiðslukort er hægt að nota í tískuverslunum, dýrum veitingahúsum og glæsi­hótelum. Búast má við að greiðslukortum sé hafnað í matarbúðum, kaffihúsum, venjulegum hótelum og matsölum. Utan borga ætti ekki að gera ráð fyrir að hægt sé að nota greiðslukort.

 

Ljósmyndun í Aserbædsjan

Ljósmyndun er leyfð alstaðar nema þar sem hún er bönnuð, en það í neðanjarðarhvelfingum, á fugvöllum, umferðarmiðstöðvum, olíuhreinsistöðvum, í verksmiðjum og á öðrum stöðum sem er sérstaklega gætt. Ljósmyndunargjalds kann að vera krafist.

Þjórfé

Mörg stærri veitingahús í Bakú sýna á matseðlinum umbun fyrir að ganga um beina, oft 5 til 10 %. Ef veitingahúsið sér ekki um að borga þetta, þá er rétt að bæta um 10 % við reikningsupphæðina (sé greitt strax við pöntun flýtir það fyrir afgreiðslu). Mörg kaffihús láta gestina sjálfa um að ákveða hvort þeir greiða þjórfé eða ekki. Ef mönnum líkar þjónustan er viðeigandi að þakka þjóninum með því að bæta 10 % við reikningsupphæðina.

Að burðarmanni í flugstöð eða á hóteli er hæfilegt að stinga 5–10 AZN, eftir stærð farangurs. Ekki tíðkast að greiða leigubílstjórum þjórfé, skynsamlegt er að semja um farið fyrirfram. Gætið þess að leigubilstjórar taka ekki við erlendum peningum.

Munið eftir að prútta, sérstaklega á mörkuðum og í smábúðum, - oft má lækka vöruverð um helming!

Minjagripir í Aserbædsjan

Aserbædsjan er þekkt fyrir einstæða handverkshefð.

Teppi, frumlegir teppapokar og plattar fyrir tepotta og bolla eru taldir helstu minjagripir frá Azerbædsjan. Ekki má fara með gömul verðmæt teppi úr landi, en hægt er að kaupa ný teppi með ótrú­lega flottum mynstrum. Gott er að leita ráða hjá leiðsögumanni áður en kaupin eru afráðin.

Perulöguðu armud-glösin (gerð úr kristalsgleri, skrautmáluð) eru líka prýðilegir minjagripir. Teið helst lengi heitt í þessum glösum. Rainier kirsuberjasulta gæti lika gert lukku.

Svo má koma með frumlegan buta-borðdúk með ekta asersku mynstri, og eldhúsáhöld úr kopar. Borðdúkarnir eru úr þykku efni og gullofnir, þeir eru fallegir, hentugir og þá má þvo. Eldhúsáhöldin gætu verið vínkrúsir, eirskálar, blómavasar og samovarar, bæði til skrauts og hversdagsbrúks.

Á minjagripamarkaðnum í Aserbædsjan má fá ótalmargt, svo sem skartgripi, leirmuni, tréskurð, þjóðbún­inga, silkiklæði og textílgripi, og svo auðvitað vín.

Meðalhiti (°C)

Min

°C

Max

feb

jan

mars

10°

apríl

16°

maí

22°

júní

27°

júlí

31°

ágúst

30°

sept

26°

oct

20°

des

10°

nóv

14°

15°

20°

22°

23°

19°

14°