
Svartahaf suðurströnd Rússlands
RU08
![]() | ![]() | ![]() |
---|---|---|
![]() | ![]() | ![]() |
![]() | ![]() | ![]() |
![]() |
Dagur 1, 19. júní Keflavík – Moskva
Kvöldflug frá Leifsstöð, Keflavíkurfugvelli 23:20, mæting í KEF um kl. 21:00 og innritun í flug til Moskvu sem tekur 5 klst., lent er að morgni næsta dags í Moskvu.
Dagur 2, 20. júní Moskva - Sochi
Kl. 07:05 að staðartíma (UTC +3 h, „ísl. tími“ +3 klst) lending DME, Domodédovo flugvelli við Moskvu og 2 klst. flug áfram til Sotsí. Lending þar og menn koma sér fyrir á hóteli.
Dagur 3, 21. júní Sochi
Sotsí er kölluð nyrsta borg hitabeltisins og er á rússnesku rivíerunni.
Skoðunarferð í sumarhús Stalíns og Matsesta lindir (4 klst.)
Við skoðum höfnina, heilsulindir, vetrarleikhúsið og kynnumst sögu svæðisins, hvers vegna Sotsí og Adler urðu hvíldarstaðir aðalsins á keisaratímum. Auk þess Matsesta uppspretturnar og sumarhús Kremlarbóndans Stalíns, byggt 1930 en leiðtoginn hafði dálæti á staðnum, hægt að fá sér te eða kaffi á veröndinni, rétt eins og fyrrum aðalritari.
Dagur 4, 22. júní Sochi
Skoðunarferð á keppnissvæði Ólympíuleikanna í Sotsí 2014 og Formúlubrautina (~10 klst.)
Keppt var í ýmsum greinum við Krasnaja Poljana þorp sem er aðeins 50 km frá strönd heits Svartahafsins, uppi í Kákasusfjöllum. Ekið er í ægifegurð um gil, glúfur og dali, við skoðum mikil íþróttamannvirki og uppbygginguna fyrir Ólympíuleikana. Í skoðunarferðinni er ljúffengur hádegisverður á veitingastað og síðan er Formúlu 1 Grand Prix brautin skoðuð en hún er ein sú besta sinnar tegundar í heiminum. Hægt verður að skoða hinn vinsæla „syngjandi“ gosbrunn sem dansar við þekkta tónlist rússneskra tónskálda, hægt er að taka ógleymanlegar myndir til minningar.
Dagur 5, 23. júní Sochi
Frjáls dagur til að rölta um þetta fræga svæði á eigin spýtur, fara niður á strönd í sólbað, í söfn, á kaffihús eða annað.
Dagur 6, 24. júní Sochi
(Optional) Skoðunarferð (Optional) upp í fjöllin í magnaða náttúrufegurð, Ævintýradalurinn með 33 fossum í Dzhegosh ánni heimsóttur og hið fræga „Túlipanatré“, en 10 manns þurfa að takast í hendur til að ná utan um það. Þarna búa fornar þjóðir og við kynnumst lifnaðarháttum þeirra. Hægt er að smakka te, svart eða grænt, sem ræktað er á svæðinu (nyrsta teræktarsvæði heims). Einnig er til boða grillmatur og vín að hætti heimamanna.
Dagur 7, 25. júní Sochi
Frjáls dagur, hvíld á ströndinni. Hægt að heimsækja Skypark AJ Hackett Sochi adventure park.
Dagur 8, 26. júní Sochi
Frjáls dagur, hvíld á ströndinni.
Dagur 9, 27. júní Sochi - Moskva
Brottför frá hóteli og ferð út á flugvöll, flug til Moskvu og innskráning á hótel.
Dagur 10, 28. júní Moskva
Skoðunarferð um Moskvu: Leningradsky breiðgatan og Tverskaja aðalgata borgarinnar (áður Gorkystræti), frjáls tími á Rauða torginu og í GUM verslunarmiðstöðinni. Alexandrovsky garður þar sem heiðursvörður hersins er við leiði Óþekkta hermannsins, hin endurbyggða Kristskirkja. Moskvuháskóli, þaðan er mjög gott útsýni yfir alla borgina.
Dagur 11, 29. júní Moskva - Keflavík
Moskva kvödd, um morguninn skoðunarferð í Kreml, innan múranna, þaðan sem stærsta landi veraldar er stýrt, frjáls tími í miðborginni. 20:05 flug DME – KEF, lending Keflavík 22:15 að íslenskum tíma.
VERÐ Á FERÐALANG:
Tvíbýli: 329 000 kr
Einbýli: 427 000 kr
Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það
Innifalið í verði:
-
Flug og flugvallarskattar, líka innanlandsflug Rússlandi
-
Gisting m/morgunverði samkv. dagskrá á 4* hótelum
-
Skoðunarferðir í dagskrá
-
Skoðunarferðir, sumarhús Stalíns, Matsesta lindir, Ólympíu garðurinn og Krasnaja Poljana Alpa skíðasvæðið.
-
Inngangur í Kreml
-
Rútuakstur
-
Leiðsögn og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði:
-
Allur aukakostnaður á hótelum, áfengir drykkir, mínibar oþh.
-
Vegabréfsáritun til Rússlands (fæst í sendiráði þeirra í Reykjavík)
Réttur áskilinn til að flytja dagskráratriði milli daga, ef upp koma þannig aðstæður.