Forsiða / Ferðir / Trans síberíulestin

Ferð um Síbiríu þvera með keisaralestinni «Imperial Russia»
RU09

Moskva -Kazan - Jekaterinbúrg - Novosíbirsk - Irkútsk – Bajkalvatn - Úlan Úde - Úlan Bator - Pekíng

21. júní - 05. júlí
16. - 30. ágúst
15 dagar

Ferðin byrjar í hinni fornu og dularfullu Moskvu, þaðan er haldið til Kazan, fornrar höfuðborgar Tataraveldisins sem forðum var mun stærra. Næst eru Jekaterinbúrg, Novosíbirsk, Irkútsk – hver  borg á sína leyndardóma. Á þessum slóðum réðist hin margslungna saga rússneska ríkisins sem er stærsta land veraldar með mörgum menningarstraumum.  Bajkalvatn heilsar þegar komið er til Asíuhlutans; heimamenn kalla það “Bajkal­haf”. Það er í iðrum meginlands Asíu, á mörkum Irkútsk-héraðs og Búrjatíu-lýðveldisins. Dýpst stöðuvatna á hnettinum, hvergi er meira af ósöltu vatni.  Úlan-Úde er síðasta rússneska borgin á þessari leið. Þá tekur við hin framandi Asía: Mongólía – Úlan-Bator, kinverska Peking [frb. Beisjing]. Í austri rís sólin og heldur þaðan í vestur. Eins og ferða­langurinn sem snýr til baka reynslunni ríkari, hann segir frá því sem fyrir augu bar, menn eru vísir til að hlusta opinmynntir af undrun. Transsíb kann að umturna hugmynd manna um Evrasíu, álfurnar sam­vöxnu, Evrópu og Asíu.

Þetta er Rússland – til að afhjúpa dulúð þess þarf að þræða það að endilöngu, frá vestri til austurs.

пекин
иркутск
s1200
kreml_650х380
НОВОСИБИРСК
Екатеринбург1
великая китайская стена
Екатеринбург

Dagur 1   Velkomin til Moskvu!

Móttaka á flugvelli, haldið á hótel.

Dagur 2   MOSKVA

Morgunverður á hóteli. Skoðunarferð um borgina. Hádegisverður. Farið um borð í Keisaralestina “Imperial Russia”. Brottför frá Moskvu.

Skoðunarferð:
Farið í Kreml, tákn Rússlands, eina mikilfenglegustu þyrpingu sögufrægra bygginga í ver­öldinni, fágætt safn dýrgripa og listmuna. Gengið um Arbat-stræti. Kirkja Krists frelsara heimsótt. Skoðaðar stöðvar jarðlesta­kerf­isins víðfræga.

Höfuðborg fimm ríkja. Hin forna Moscovia hefur í aldannna rás orðið höfuðborg fimm rikja – Stórher­toga­dæmisins Moskvu, Keisaraveldisins Rússu, Rússa­veldis, Ráðstjórnarríkjanna og loks Rússneska sambandsríkisins.

Rauða torgið er tákn borgarinnar, fyrir enda þess  gnæfir undurfögur Vasilij-kirkjan, en til hliðar gegnt verslunarmiðstöðinni GÚM standa múrar Kremlar.

Kreml í Moskvu (kreml (virki) er í flestum borgum Rússlands) er eins og ævintýraveröld bak við virkis­múra. Þar eru elstu kirkjur Moskvu þar sem keisarar hafa verið krýndir og lagðir til hvílu. Þar stendur Klukku­turn Ivans grimmma, og gestir flykkjast að keisarafall­stykkinu sem aldrei var skotið úr og kirkjuklukkunni miklu sem aldrei var hringt. Og þá eru ótaldir dýgripirnir í safni krúnudjásna og margt fleira.

Moskvumetró. Jarðlestastöðvarnar í Moskvu eru taldar þær fegurstu í heimi, og mannflutn­inga­kerfið sjálft hið skilvirkasta sem sögur fara af.

Minningar frá Moskvu gleymast ekki.

Dagur 3   KAZAN

Morgunverður í lestinni. Komið á járnbrautarstöðina í Kazan. Skoðunarferð um Gamla bæinn (hina fornu höfuðborg tatara á Volgubökkum). Þjóðleg sýning tatara, “Tugan Avalim”. Nýi bærinn og Kazanska kreml skoðað. Tatarakræsingar í hádegisverð. Brunað frá Kazan. Kvöldverður í lestinni.

Kazan khanatið og endalok þess. Kazan var höfuðborg khanats tatara, en það varð hluti Rússalands á 16. öld eftir stríð í hundrað ár. Þegar Ivan grimmi náði borginni á sitt vald eftir langvarandi umsátur gaf hann skipun um að jafna hana við jörðu í refs­ingar­skyni fyrir þrjóskuna, en lét reisa kreml úr hvítum steini í miðbænum til marks um mátt hertogadæm­isins Moskvu.

Miðborgin í Kazan er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Þar gefur að líta söguminjar og alda­gamlar byggingar, svo sem skakka turninn Sojembiko, Vorfrúarkirkju frá Kazan, Péturs og Páls kirkju sem reist var til minningar um dvöl Péturs mikla í Kazan, og Qolsharif moskuna.

 

Dagur 4   JEKATERINBÚRG

Morgunverður í lestinni. Komið á brautarstöðina í Jekaterinbúrg. Skoðunarferð um borgina helguð hinstu dögum síðasta tsarsins. Skoðuð Blóðkirkjan, reist til minningar um sorgaratburð, og rétttrúnaðarklaustur og musteri sem eru álitin perlur rússneskrar byggingarlistar. Hádegisverður. Minnisvarði um álfumót Evrópu og Asíu. Jekaterinbúrg yfirgefin.

Á mörkum Evrópu og Asíu. Árið 1723 var borgin nefnd eftir eiginkonu Péturs mikla, sem síðar varð tsarynja Jekaterina I. Hér gefst færi á að standa einum fæti í Evrópu og hinum í Asíu! Enda liggur hér um Síberíuleiðin mikla sem tengir þessar tvær álfur. Hér var það sem endi var bundinn á sögu Romanovanna þegar síðasti tsarinn Nikulás II. var skotinn ásamt fjölskyldu sinni í kjallara húss Ipatjevs kaupmanns í júlí 1918 meðan hvíta stríðið geisaði. Húsið var rifið í borgar­stjórnar­tíð Borisar Jeltsíns, en á grunninum stendur nú Blóðkirkjan til minja. Nú er Jekaterinbúrg borg stál­iðnaðar, stálið í þaki breska þinghússins er þaðan, símuleiðis burðar­grindin í Frelsistyttunni, tákni Bandaríkjanna.

 

Dagur 5   NOVOSIBIRSK

Morgunverður í lestinni. Komið till Novosibirsk. Hádegisverður. Skoðunarferð: Járnbrautasafnið, Óperan og Ballettleikhúsið, gamlar götur, bakkar stórfljótsins Ob, sitthvað fleira. Kvöldverður. Brunað áfram.

Vísindaborgin.  Árið 1903, þegar Nikulás II. gaf út tilskipun um borgarréttindi til handa Novo­nikolajevsk (sem síðar varð Novosibirsk), hugleiddi hann að flytja höfuðborg Rússlands þangað. Svo varð ekki. Á sovéttímanum þótti borgin dæmigerð fyrir ógnarstjórn Stalíns. Að meðaltali voru kveðnir upp 74 dauðadómar á dag í borgartukthúsinu. Nú á dögum er Novosibirsk háskóla­borg og vísindamiðstöð. Hún er heillandi sem fyrr, svo er starfsmönnum verndarsvæða og safna fyrir að þakka. Farið endilega að Novosibirsklóninu, það er einnig þekkt sem Obhaf.

 

Dagur 6   Í lestinni

Menn una sér í lestinni og njóta útsýnisins.
Málsverðir um borð.

Dagur 7   IRKÚTSK

Morgunverður í lestinni. Rennt in á brautarstöðina í Irkútsk. Skoðunarferð í miðbæinn, farið í Desemristasafnið og Evrópuhúsið skoðað, svo og fögur aðalgata bæjarins. Bolsaja Prospektnaja, - nú Karls Marx stræti. Hádegisverður í bænum. Farið í Taltsy-safnið um byggingar og þjóðfræði sem stendur á myndrænum hægri bakka Angara fljóts. Frjáls tími í Irkútsk Sloboda hverfinu, þar eru endurgerðar byggingar frá 19. og 20. öld. Kvöldverður í bænum. Brottför frá Irkútsk.

Pétursborg Síberíu. Irkútsk var í upphafi árið 1661 virki á fjarlægum austurlandamærum Rússlands. En strax 50 árum síðar var þar stunduð lífleg verslun með gull við Kína. Í lok 18. aldar var þar stofnað rússnesk-amerískt verslunarfélag sem stundaði ekki aðeins viðskipti í austurhluta Russlands heldur líka í rússnesku Ameríku – sem nú heitir Alaska og er hluti Bandaríkjannna.

Fyrir byltingu var Irkútsk oft kölluð Pétursborg Síbiríu, og 1918 var hún gerð höfuðborg Hvíta-Rússlands -  stjórn Koltsjaks aðmíráls settist hér að. Og það var hér sem aðmírállinn var skotinn í febrúar 1919.

Margar gamlar minjar hafa varðveist í Irkútsk, svo sem járnbrautarstöðin og tukthúsið, margar kirkjur og meira en 700 timburbyggingar.

Það var héðan frá Irkútsk sem tékkneski lásasmiðurinn Jan Welzl lagði upp til norðurhjara árið 1894. Hann hafði unnið við Síbiríujárnbrautina. Á norðurhjara bjó hann í þrjá áratugi, en af honum segir í bókinni Ísabismarck Bjarnaræta.

 

Dagur 8   BAJKALVATN

Morgunverður í lestinni. Komið til Port Bajkal. Farið með báti til Listvjanku. Af hæð blasir við undursamlegt útsýni yfir suðurhluta vatnsins, og ós Angarafljóts er unaðsstaður fyrir ferðalanga jafnt sem ljósmyndara. Í Bajkal-safninu er fánu og flóru vatnsins lýst. Skoðunarferð um Listvjanku. Hádegisverður. Farið á fiski- og minjagripamarkað. Aftur til Port Bajkal. Kvöldverður: Lautar­ferð á vatns­bakkanum.

Náttúruundur. Sá sem stendur á bökkum Bajkalvatns hlýtur að fyllast lotningu fyrir undrum náttúrunnar. Það er dýpsta stöðuvatn í heimi, og í því er fimmtungur alls ósalts vatns á jörðinni.

Sá sem siglir á Bajkalvatni getur rifjað upp að fyrir ríflega öld sigldi hér líka verðandi síðasti tsar, þá krónprins. Hann kom líka við í smáþorpum á vatnsbakkanum, hitti fólk, bragðaði á matnum. En tsarinn væntanlegi var ekki bara að skemmta sér. Hann gaf út tilskipun um að hefja skyldi strandsiglingar á vatninu, og Nikulás II. lét byrja að leggja járnbraut umhverfis vatnið. Nú er hægt að njóta fábærs útsýnis gegnum lestarglugga.

 

Dagur 9   ÚLAN ÚDE

Morgunverðu í lestinni. Komið til Úlan-Úde. Menn kynna sér framandi siði og trúarbrögð. Mismunandi kirkjur eru skoðaðar, farið í heimsókn í júrtu til búrjatafjölskyldu, og á þjóðlega sýningu. Brottför frá Úlan Úde. Kvöldverður í lestinni.

Búrjatar eru getrisnir og þeir verða fúsir til að kenna ykkur að elda búrjataréttinn pozy, spila teningaspil, skjóta af boga, klæðast búrjatabúningi og að setja upp og taka niður júrtu. Siðir og venjur á þessum slóðum veita glögga innsýn í þróun menningar og trúarbragða. Fróðlegt er að kynnast margháttuðum aðstæðum hér á þessum vegamótum Rússlands við Kína og Mongólíu.

Úlan Úde var upphaflega vetrarafdrep fyrir rússneska kósakka, en Katrín mikla veitti plássinu kaupstaðarréttindi. Vegna einstakrar sögu sinnar og menninngararfleifðar var bærinn tekinn i tölu rússneskra borga með sérstakt menningargildi. Hér er að finna söfn og leikhús, visinda­miðstöðvar og rannsóknarstofur, auk dulvísinda og andatrúar, og skjaldarmerki borgarinnar sýnir sojumbúa, hefðbundið mongólskt tákn fyrir eilíft lif (sól, mána og fjölskylduarin).

 

Dagur 10  ÚLAN BATOR

Komið til Úlan Bator. Morgunverður. Aðaltorgið og Zaisan skoðað. Ekið í júrtubúðir í Gorkhi-Terelj þjóðgarðinum. Eftir komu í búðirnar gefst tími til að koma sér fyrir í júrtu og snurfusa sig fyrir matinn. Hádegisverður í búðunum. Skoðunarferð á Skjaldbökuberg og á nálæga hæð til að njóta útsýnis yfir þjóðgarðinn. Heimsókn til hirðingjafjölskyldu. Kvöldverður. Gisting í júrtu.

Mongólsk hirðingjafjölskylda tekur á móti ykkur og þið kynnist lifnaðarháttum og menningu þeirra, og bragðið á mjólkurréttunum. Kostur gefst á að fara í klukkustundar útreiðartúr, og mönnum er kennt að taka niður og reisa mongólska júrtu. Eftir kvöldverð gengur sólin til viðar bak við víðfeðma steppuna, og stjörnurnar taka að sindra.

Ulaanbaatar (á mongólsku) er höfuðborg Mongólíu, og hún hefur ekki aðeins skipt um nafn nokkrum sinnum, heldur einnig um staðsetningu. Tvö samfélög eiga heima í Ulaanbaatar – hirðingjar og nútímafólk. Göturnar eru krökkar af þessu ólíka en um leið samstæða fólki, sumir klæðast þjóðbúningum, aðrir nýtísku jakkafötum. Í Ulaanbaatar má sjá hestvagna innan um bensana og bjúikkana á götunum, og húsdýr jafnt og tískufatnað á markaðnum. Í stuttu máli má búast við að sjá hvað sem er í Ulaanbaatar.

 

Dagur 11  ÚLAN BATOR

Morgunverður í búðunum. Ekið til Úlan Bator. Gandan klaustrið skoðað, náttúrugripasafnið og Bogd Khan vetrarhöllin. Hádegisverður: Mongólskt grill. Þjóðdansasýning. Brunað frá Úlan Bator. Kvöldverður í lestinni.

 

Dagur 12  ERLIAN (Lestaskipti)

Morgunverður í lestinni. Komið til Erlian. Farið í kínverska lest. Hádegisverður í lestinni.

Dagur 13  BEIJING [frb. Beisjing]

Morgunverður. Komið til Beijing. Skoðunarferð: Tiananmen torg, Þjóðminjasafn Kína, Þjóðar­höllin mikla, Minnismerkið um hetjur fólksins, Forboðna borgin. Hádegisverður. Farið á hótel. Kvöldverður í veitingahúsi.

Tiananmen (Torg hins himneska friðar) er stærsta torg í heimi, hér getur milljón manns komið saman, umhverfis eru sumar merkustu byggingar og helstu minnivarðar Kínaveldis.

Himneska veldið. Beijing er ein af fornum höfuðborgum Kína, og ber nafn sjálfrar megin­borgar Himneska veldisins. Tiananmen hliðið, Forboðnu borgina, Kínamúrinn, Sumarhöllina og Himna­musterið verða allir þeir að sjá sem heimsækja Beijing. Veglegast safna er Gugun – sjálf keisara­höllin – en þar má sjá ýmsa dýrgripi Himneska veldisins.

Dagur 14  BEIJING

Morgunverður á hóteli. Farið á Kínamúrinn. Hádegisverður. Farið í Sumarhöllina. Kvöldverður.

Dagur 15  BEIJING

Ekið frá hóteli til flugstöðvar.

Ath! Vegabréfsáritun þarf til Rússlands og Kína, veitum við nánari uppl. og aðstoð um það

 

INNIFALIÐ:

Allt flug og flugvallarskattar  

Gisting

 • 1 nótt í hótel í Moskvu, 2 nætur í hótel í Beijing og 1 nótt í júrtu í Mongólíu

 • Klefi í «Imperial Russia» lestinni á landsvæði Rússlands og Mongólíu, í kínverskri lest í Kína (handklæði, baðsloppur og inniskór eru til afnota í “Imperial Russia” lestinni)

Matur

 • Te, kaffi allan daginn að vild 

 • Fullt fæði í lestinni

Skoðunarferðir og leiðsögumenn

 • Skoðunarferðir með staðarleiðsögumönnum samkvæmt dagskrá (leiðsögumennirnir tala ensku, þýsku, frönsku og spænsku)

Þjónusta

 • Móttaka á flugvöllum, akstur á hótel og járnbrautartöðvar, akstur á flugstöðvar (í Moskvu og Beijing, eftir ferðatilhögun)

 • Aðstoð burðarmanna á hótelum og járnbrautarstöðvum

 • Stuttir kynningarfyrirlestrar um Síbiríuhraðlestina, og um jarðfræði og sögu þeirra landa sem farið er um

 • Læknisþjónusta í lestinni

 • Enskumælandi fararstjóri og aðstoðarmenn

EKKI INNIFALIÐ:

 • Kostnaður við vegabréfsáritun (“Russian Railway Tours” fær ekki við því gert að ferða­langar séu með ranga eða útrunna áritun)

 • Allir drykkir á barnum í lestinni

 • Kynnisferðir að eigin vali. Hægt er að framlengja ferðina. Við bjóðum kynnisferðir að eigin vali í ferðinni, og einnig til annarra borga í Rússlandi

 • Málsverðir komu- og brottfarardag

 • Þjórfé og einkaneysla

 • Tryggingar (hverjum ferðalangi er skylt að vera með sjúkra- og slysatryggingu sem gildir allan ferða­tímann)

 • Bólusetning (ráðfærið ykkur við lækni eða heilsugæslustöð um bólusetningar vegna fararinnar)