UM OKKUR

Við gerum það sem við þekkjum vel og elskum að gera! Að sýna fólki ókunn lönd og menningarheima.

Leiðsögn og ferðaþjónustu hófum við fyrir rúmum 30 árum en eigin rekstur undir merkjum Bjarmalands ferðaskrifstofu er frá aldamótum, þegar 21. öldin gekk í garð.

Við sérhæfum okkur í svæðum sem við þekkjum vel af eigin raun: Rússlandi, A-Evrópu, löndum fyrrum Sovétríkja, Indlandi og SA-Asíu.

Öll leyfi og tryggingar eru til staðar hjá Samgönguráðuneytinu / Ferðamálastofu og starfsfólk okkar er menntað í faginu, m.a. úr Leiðsöguskóla Íslands MK.

Framkvæmdastjórinn, Haukur Hauksson sem er flestum hnútum kunnugur, var fréttaritari í Sovétríkjunum (sálugu) og Rússlandi, hann er magister í alþjóðamálum frá Moskvuháskóla, MGU og málfræðistúdent í slavneskum fræðum frá Oslóarháskóla.

Bjarmaland  ferðaskrifstofa er rekin af Garðaríki ehf. 610201-2020 (kt. frá febrúar 2001 og ferðaskrifstofuleyfi frá mars 2001).

Númerað leyfi ferðaskrifstofu (pdf.io).j
svidet Bjrml 1200.jpg