UMSAGNIR

„Ég þóttist víða hafa komið en ferðin til Mið-Asíu var meiriháttar upplifun og ótrúlegt að sjá þessa fornu menningu sem þarna var fyrir mörgþúsund árum. Skipulag, fararstjórn og leiðsögn voru til fyrirmyndar“

Guðrún Þorsteinsdóttir

„Önnur eins fegurð og er í Kákasusfjöllum er vandfundin, líka þessi menning og saga sem er þarna við hvert fótmál; matarmenningin, vínin, sjarmi gömlu Tbilisi og gestrisnin. Meirháttar!“

Örn Sigurgeirsson, Sveinn og Guðrún

„Indland er meirháttar land, svo öðruvísi og frábrugðið en maður er vanur og ég held að það sé mjög gott að kynnast öðrum þjóðum, þetta var frábær ferð í alla staði og allt gekk upp, eins og við var að búast – fagmennska í alla staði“.

Geir Aðalsteinsson og fjölskylda

„Þetta var meiriháttar ferð til Rúmeníu, allt sem lofað var stóðst og meira til; mjög gaman að kynnast þessu svæði, þar sem margir menningarheimar mætast. Getum fyllilega mælt með ferðum Bjarmalands og munum fara aftur með þeim. Verðið er mjög hagstætt“.

Stefán Guðmundsson og Anna Sigvaldadóttir, Reykjavík

„Það er gaman að sjá hve mikil uppbygging er í löndum Indókína eftir miklar hremmingar sem þjóðirnar hafa lent í, þetta er svo merkilegt svæði að heimsækja, varðandi söguna og náttúrufegurð sem er ótrúleg. Að sjá hvernig menn hafa byggt Ankor byggingarnar fyrir svo löngu síðan er eitt það ótrúlegasta sem ég hef séð“.

Siguður Stefánsson og Guðmundur bróðir

„Að sigla í fljótabát á milli helstu borga Rússaveldis er hrein dásemd, ekki síst með alla þessa dagskrá og þá möguleika sem eru í boði. Fljótandi hótel er verulega hentugur ferðamáti – ekki síst fyrir fólk eins og okkur, sem erum komin af léttasta skeiði“.

Alfreð og Júlía, Kópavogi